Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 47

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 47
SKINFAXl 143 Það varð morgunn og það varð kvöld. Hún fylgdi inér út fyrir þorpið, þangað sem við tóku grónir akrar og lauffagrir skógar. Trén voru alsett gullnum ávöxlum. Hingað og þangað um skóginn voru stór hús. — Hvaða hús eru þetta? spurði eg. — Það eru forðahúr, sem nábúaríki mitt liefir. Húsin eru full af allskonar vistum. — Því eru þær ekki notaðar, svo að fólkið í þorpinu deyi ekki úr hungri? spurði eg af barnaskap. En hún horfði á mig án skilnings og svaraði dálítið kalt: — Hér er gjaldeyrisskortur. Siðan fylgdi hún mér út á þjóðveginn, rétli mér liönd sína og sagði: — Eg er Fátæktin, sem send er inn i líf ykkar mann- anna, til þess að þroska ykkur og leiða ykkur á hinn rétla veg. Þann eina veg lil guðsríkis. Hún var horfin. Eg var einn. —< Fylg mér, heyrði eg sagt við hlið mína. Eg leit við og sá konu standa þar hjá mér. Hún var vel og snyrtilega klædd. Hún liafði hvítt og fallegt and- lit með engum hrukkum á enninu. — Það táknar hamingjusamt líf, hugsaði eg. — Eg er Auðlegðin, sagði hún, dætur mínar heita Létlúð og Synd. Hér fram undan sérðu ríki vort. Fylg mér þangað. Eg lmeigði mig og við gengum til borgarinnar vinstra megin við sléttuna. Á móti okkur komu tvær yndislegar stúlkur í ljósum kjólum. Þær sungu og dönsuðu eftir sólgljáðu strætinu. — Yelkominn! Velkominn, gakk inn í fögnuð vorn Og þær tóku um háls mér með nöktum, hvítum hand- leggjum og kysstu mig sín á hvorn vanga. Síðan hurfu þær og eg var einn á ferð með hinni fögru konu. — Þetta voru dætur mínar, sagði hún. Við gengum áfram inn í borgina. Þetta var falleg

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.