Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 62

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 62
158 SKINFAXI Farfuglafundir. Nokkur undanfarin ár hefir U.M.F. Velvakandi staðiö fyrir hinum svonefndu farfuglafundum, sem haldnir eru að vetr- inum hér í Reykjavík. Annars eru fundir þessir á vegum Ung- mennasambands Kjalarnesþings. Samkomur þessar eru mjög vinsælar og hafa á sér þann svip, sem er Ungmennfélögunum til sóma. Venjulega er fundur einu sinni i mánuði hverjum, og er þá auglýstur i blöðum bæjarins með nokkurra daga fyrir- vara. Fundi þessa er ætlazt til að sæki aðallega ungmenna- félagar utan af landi, sem staddir eru hér í bænum, gamlir ungmennafélagar og aðrir unnendur samtakanna. Þetta eru því kynningar- og fræðslusamkomur, þar sem ung- mennafélagar víðsvegar að geta rætt og fræðzt um áhuga- mál sín. Aðsókn að samkomum þessum fer vaxandi með ári liverju, og nú er svo komið, að til vandræða horfir, vegna þess að félagið hefir takmakað húsnæði til umráða. Auðvitað sækir margt gott fólk þessar samkomur, sem stendur utan við ungmennafélagasamtökin, en það verður eðlilega fyrst frá að hverfa, þegar húsrúm þrýtur. Annars standa þeim opnar dyr i ungmennafélaginu Velvakandi, sem sækja vilja þessa fundi eða tka þátt í annarri starfsemi fé- lagsins. Meðal annars af téðum ástæðum hefir þess verið farið á leit við stjórn U.M.F.Í., að hún sendi öilum ungmennafélög- um á landinu félagsskírteini. Aðeins þeir, sem sannað geta tilveru sína í einhverju ung- mennafélagi, eiga vís'an aðgang að Farfuglafundunum, á kom- andi vetri. Ungmennafélagar! Munið, að útvega ykkur félagsskírteini. Skúli Þorsteinsson (form. U.M.S.K.). Kátir krakkar heitir nýútkomið kver með barnaljóðum eftir Katrínu Árnadóttur, skreytt myndum eftir Tryggva Magnús- son. Ljóðin eru lipur og barnaleg og verða vafalaust vinsæl.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.