Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.1943, Side 81

Skinfaxi - 01.05.1943, Side 81
SKINFAXI 83 rími fléttað i frásögnina. Á hún að geta orðið hugfólgin og þroskandi dœgradvöl, þótt hún heiti Ekki neitt. Höfundur hennar, Wanda Gág, er mjög kunnur barnabókahöfundur og teiknari í Amerílui. Stefán Júlíusson kennari í Hafnarfirði hefir þýtt hana af mikilli smekkvísi og næmum skilningi á lesefni barna, enda hefir hann samið margar barnabækur, sem hlotið hafa einróma vinsældir. Fuglinn fljúgandi, heitir kvæðasafn handa börnum, sem h.f. Leiftur hefir nýlega sent á bókamarkaðinn. Höfundur þess er Kári Tryggvason kennari i Víðikeri í Bárðardal. Barbara W. Árnason listmálari hefir gert teikningar, er fylgja hverju kvæði, en þau eru 37 að tölu. Kvæðin eru sýnilega ort, til þess að glæða skilning barn- anna á fjölbreytni og fegurð fuglanna, söng þeirra og unaðs- semdum. Lesandinn finnur brátt að þetta hefir tekizt og verða kvæðin og myndirnar, sem eru afbragðs vel gerðar, aðlaðandi fyrir börnin. Útgáfan er á allan hátt hin vand- aðasta. D. Á. Vaxtarrækt. Eftir Jón Þor- steinsson íþróttakenn- ara. Reykjavík 1943. Þessi stuttorða bók um mikið og vandasamt efni, er vandlega hugsuð og hver kafli ígrundaður og veginn á vog reynslunnar. Mörg undanfarin ár hef- ur Jón Þorsteinsson séð þörfina á að opna augu manna á orsökum líkams- lýta og lcenna ráð til þess að fyrirbyggja þá með styrkjandi æfingum, og að varast sé ýmislegt, sem veldur beinaskekkjum. Fyrstu kaflar bókarinn- ar eru leiðbeiningar og fræðsla um hrygginn og skekkjuorsakir og greina- gjörð fyrir hinum ýmsu likamslýtum, sem leikmenn geta greint. Þá koma kaflar Jón Þorsteinsson.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.