Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 3

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 3
SKINFAXl 3 Glímuflokkur Ungmennafélags Reykjavíkur 1950. Kennari Lárus Salómonsson. — Aðallega íþróttir. Meðan félagið byggði eingöngu á fundahöldum og slíkri almennri félagsstarfsemi, varð því ekki mikið ágengt, og það óx i rauninni ekki. Fyrstu árin mátti því heita, að félagið væri fremur lítils megnugt. En fyrir 3 eða 4 árum tók félagið íþróttir á stefnuskrá sína, og upp frá því hefur það blómgvast jafn og þétt. Að mínu áliti er ekki fært að halda saman almennu æskulýðsfélagi í Reykjavík, nema það byggi á einhverju ákveðnu málefni, eða hafi með höndum starfsemi, sem unga fólkið getur orðið virkur þátttakandi í. Þess vegna tókum við upp íþróttimar. — Hverjar em svo þessar deildir eða flokkar innan félagsins ? — Þær eru þessar: Glímudeild, vikivakadeild, íþrótta- deild karla og íþróttadeild kvenna. En þó að ég tali hér um þessa skiptingu í stórum dráttum, má þó segja, að deildirnar séu enn fleiri, því að innan íþrótta-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.