Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1950, Side 6

Skinfaxi - 01.04.1950, Side 6
6 SKINFAXI semi sína, og er draumur okkar að sjálfsögðu að koma upp eigin félagsheimili. Undanfarið höfum við haft skemmtanir í Mjólkurstöðinni, en þegar við fengum ekld lengur inni þar, réðumst við í að taka Listamanna- skálann. Þurftum við að búa hann húsgögnum og ýmsum nauðsynlegum hlutum, svo að stofnkostnaður varð töluverður. Samt standa vonir til, að félagið fari vel úr úr þessu og komist á öruggan fjárhagslegan grundvöll. Mun þá skemmra í land, að félagið geti reist sitt eigið heimili. — Er það mál komið á nokkurn verulegan rekspöl? — Eiginlega ekki. Samt eru líkindi til, að félagið fái lóð í Laugardalnum, og dálítið fé er þegar í hús- sjóði. Félagið hefur beitt sér mjög kröftuglega fyrir æskulýðshallarmálinu og er þátttakandi í B.Æ.R., enda átti sofnandi U.M.F.R., Aðalsteinn heit. Sigmundsson, hugmyndina að æskulýðshöllinni. Samt er stjórn fél. ljóst, að einstök félög verða að koma sér upp sinum eigin heimilum, því að æskulýðshöllin mun fremm- verða miðstöð og samkomustaður alls æskulýðs höfuð- staðarins, en síður miða starfsemi við einstaka hópa og félög. — Mér leikur meiri forvitni á að heyra um starf- semi ykkar í Listamannaskálanum. Það er náttúrlega fvrst og fremst skemmtistarfsemi? — Já, vitanlega. En við höfum sett okkur það mark. að skemmtanir félagsins séu með þeim myndarbrag, að sómi verði að. Þessar skemmtanir eru með ýmsu sniði, kvöldvökur, gestamót og almennar danssam- komur, bæði eldri og nýju dansarnir. Það var upp- runalega tilgangur félagsins að hafa stöku sinnum gestamót fyrir fólk utan af landi, sem er á ferð eða dvelur i bænum um stundarsakir, bæði ung- mcnnafélaga og aðra. Teljum við sjálfsagt að halda þessari starfsemi áfram, og höfum við reynt að vanda íil þessara móta. Höfum.við fengið marga þjóðkunna

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.