Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 8

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 8
8 SKINFAXl Vikivakaflokkur U.M.F.R. Kennari Júlía Helgadóttir. tala við hann og hafa þau áhrif á hann, að hann af- hendi pelann. Eru dæmi til þess, að piltur hafi koniið drukkinn á skemmtun, en á næstu skemmtun kom hann ódrukkinn. Er gleðilegt til þess að vita. En það er mark okkar og mið, að á þessum skemmtunum læri unga fólkið, að vel er hægt að skemmta sér án áfengis. — Þetta er áreiðanlega hið merkasta hlutverk og síður en svo lítilfjörlegt hlutskipti, ef vel tekst. En hvernig er svo stjórnin skipuð hjá ykkur? — Aðalfundur er jafnan á haustin, og þá er stjórn kosin eins og lög gera ráð fyrir. Er það sjö manna stjórn, og á einn fulltrúi frá hverri af fjórum deild- um félagsins jafnan sæti í stjórninni, venjulega for- maður deildarinnar. Félagsformaður er kosinn sér, en að öðru leyti er stjórnin kosin í einu lagi, og skiptir hún sjálf með sér verkum. — Og hverjir eiga nú sæti í stjórninni með þér?

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.