Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 19

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 19
SKINFAXI 19 brugðin sögu sænsku og norsku dansanna í því, að Danir tóku ekki upp færeysku dansana, heldur byrjuðu á því að safna saman dönsum, er dansaðir voru út um landsbyggðina. Flest voru þetta leifar af gömlum samkvæmisdönsum, og margvisleg afbrigði af polk- um, skottísum og hirðdönsum. Þeir dansar, sem Danir kalla sína þjóðdansa, eru því flestir af erlendum toga spunnir, svo og mörg danslögin. Nokkuð er einnig um aðflutta dansa, en þrátt fyrir það, eru dansarnir nú orðnir einkennandi fyrir Dani og þeirra lifnaðar- háttu, og spegla, ýmis sérkenni sinnar samtiðar. Söngdansar hafa einnig þróazt í Danmörku, þótt elcki séu þeir byggðir á færeyskum dönsum. Dönsku dansarnir eru yfirleitt fremur einfaldir og 'fljótlærðir, og hafa m. a. þess vegna náð miklum tök- um á æskunni. Margir eru fjörmiklir og oft bregður fyrir fyndni í þeim. Þjóðdansar þessara þriggja Norðurlanda hafa bor- izt til annarra landa með ferðamönnum, innflytjend- um eða námsmönnum, en þegar dansar þessir lenda í góðum höndum, geta þeir orðið hin bezta landkynn- ing. Sjaldnast eru það söngdansarnir, sem berast frá heimalandinu, þó kemur það fyrir, að þeir séu þýddir. Eins og sýnt hefur verið fram á hér á undan, eiga Svíar, Norðmenn og Danir enga sérstaka þjóðardansa, sem erfðir hafa verið frá fyrri öldum. Þeir dansar, sem þeir kalla sína þjóðdansa, eru flestir samdir eða þróaðir á síðustu tveim öldum, frá mjög líkum upp- tökum. Þrátt fyrir sinn unga aldur hafa dansarnir tekið á sig blæ sinnar þjóðar, og ætíð bera þeir blæ samtiðarinnar. Undir eðlilegum kringumstæðum halda þeir áfram að þróast og breytast, alveg eins og aðrar athafnir mannsins. Smám saman getur einhver eða ein- hverjir dansar náð sérstökum og varanlegmn vinsæld- um og méð tímanum orðið einkennandi fyrir þjóð- ina — þjóðardansar. 2*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.