Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1950, Side 24

Skinfaxi - 01.04.1950, Side 24
24 SKINFAXl trjáviði fara sízt minnkandi, því auk þess sem trjá- viður er jafnan mjög verðmætt byggingarefni, er hann meira og meira tekinn til meðferðar við ýmislegan iðnað og margs konar gerviefnaframleiðslu á seinni árum. Frá sjónarmiði ræktunarmannsins er skógrækt einnig mjög mikilsverð, sérstaklega í köldum og vindasöm xnn löndum. Skógurinn veitir öðrum gróðri skjól og hefur bætandi áhrif á loftslagið, þar sem hann vex á stórum svæðum. Það er einnig hægt að rækta skóg á landi, sem er óhæft til ræktunar annars nytjagróð- urs, t. d. á brattlendi og í grýttu landi. Skógar auka mjög á náttúrufegurð landanna og gera dýralífið fjöl- breyttara. Ekki er nokkur vafi á því, að ef hér á landi yrði hafizt handa með ræktun barrskóga svo um munaði, myndi það hafa verulega bætta afkomumöguleika i för með sér og stórkostlega fjárhagslega þýðingu i framtíðinni fyrir húsetu í landinu. Það skapaði at- vinnu og þar væri einnig komin ný grein innlendrar framleiðslu. En það út af fyrir sig er að sjálfsögðu mjög eftirsóknarvert fyrir þjóð eins og Islendinga, sem þarf annars að flytja inn frá öðrum löndum svo stór- an hluta nauðsynjavara vegna fábreytni innlendra auðlinda. Hægt er að gera sér nokkra grein fyrir því, hvemig þrif og vöxtur barrskóga yrði hér, með samanburði við skógivaxin lönd á svipuðum breiddargráðum, með svipuðu loftslagi og hitastigi. Tökum t. d. Norður- Noreg til samanburðar. Ef árlega væri gróðursett í 250—300 ha. hér, myndi vera hægt að fullnægja viðar- þörfinni innanlands að 80—100 árum liðnum, miðað við ársþörfina eins og hún er nú. Ef plantað væri í kjarrvaxin svæði, þyrfti 1,5—2 millj. plantna árlega í þessa landsstærð, en meira ef plantað væri á bei'- svæði. Áætlað er, að vanur maður geti gróðui'sett allt

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.