Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1950, Síða 25

Skinfaxi - 01.04.1950, Síða 25
SKINI'AXI 25 Hlíðar vaxnar barrskógi. JarSvegur mjög ófrjór. Frá Noregi. að 600 plöntur á dag, við góðar aðstæður. En ef reiknað væri með aðeins helmingi þess, vegna þess að allir væru óvanir, og áætlað, að hver maður plantaði 300 plöntum á dag, færu alls 6000 —- sex þúsund — dags- verk árlega í gróðursetningu plantna á þessa 250 300 ha. Hér er þó farið mjög varlega í sakirnar, því þessi skógivöxnu svæði í Norður-Noregi, sem tekin eru til hliðsjónar, liggja að stórum hluta á norðlægari breiddargráðum en Island. Það er mjög liklegt, að skógar muni hafa betri vaxtarskilyrði hérlendis en þar, bæði vegna þess, að sumur eru hér lengri og jarð- vegur hér á landi tvímælalaust frjórri en víða þar. Kæmi það sérstaklega að góðum notum fyrir grenið, sem að öllum jafnaði gerir hærri kröfur til jarðvegs- ins en furan. Það er vel hugsanlegt, að hagkvæmasta skóggræðslu aðferðin við furuna hérlendis, myndi verða að dreifsá henni á svæði það, sem hún skal vaxa á. Við það myndi sparast öll vinna við gróðursetningu

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.