Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1950, Qupperneq 29

Skinfaxi - 01.04.1950, Qupperneq 29
SKINFAXt 29 að koma til móts við Skógrækt ríkisins, sem yrði hinn ráðgefandi aðili. Ungmennafélagarnir víðs vegar um landið, hinar fjölmörgu starfsfúsu hendur, eiga svo að framkvæma verkið, gróðursetninguna. Félagar í U.M.F.I. eru nú nálægt 10,000. Það yrðu ósköp lítil útlát, fyrir hvern einstakan, þó hann fórn- aði t. d. einum frídegi á vori til þess að gróðursetja trjáplöntur. En það þýddi bara það, að þarna fengjust 10,000 dagsverk á ári. Þetta er mikil orka, sem gæti komið miklu góðu til leiðar, ef henni er beint að einu ákveðnu markmiði. Þjóðin leggur nú árlega fram mikið fé til fræðslu- mála í landinu. Þar nýtur góðs af fjöldi unglinga. Væri það nokkuð illa til fundið, þó þetta æskufólk fórnaði einum vordegi á ári, til þess að gróðursetja skógarplöntur í íslenzkri mold? Um leið og þetta yrði þakklætisvottur, framkvæmdur í verki, yrði það líka áreiðanlega kærkomin upplyfting, eftir hina lang- þreytandi skólabekkjasetu vetrarins. Áður er að því vikið, að það þyrfti 6000 dagsverk til þess að gróðursetja trjáplöntur í 300 ha. Það er því augljóst, að árlega væri hægt að gróðursetja í allt að helmingi stærra land, ef allir ungmennafélagar og annað skólaæskufólk ynni að því einn dag. Fyrir ungmennafélaga gæti þetta orðið skemmtilegur samkomudagur, um leið og fólkið hittist 1 starfi, sem er fullkomlega í samræmi við grundvallarhugsjón ungmennafélaga. Starfi, sem vissa er fyrir, að muni bera ríkulegan ávöxt í framtíðinni, landi voru til gagns og blessunar. Meðal ungmennafélaga víða um land ríkir nú ein- hver deyfð í félagsstarfinu. Hver er orsökin? Er það af því, að hin ýmsu félög koma ekki auga á verk- efnin? Eða er það vegna þess, að æska þessa lands hefur misst hinn dýrmæta eiginleika: að verða snortin af viðfangsefnunum, djörfum hugsjónum, sem bíða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.