Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 31

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 31
SKINFAXI 31 _S^tefán J}aóonaróon, '\Jorial>œ: FELAGSLUNDUR (Grein sú, er hér fer á eftir, er samin af formanni Umf. Sam- hygðar í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu. Lýsir hún vel merkum þætti í starfssögu félagsins og rekur þennan þátt mjög glögglega. — Er þetta þakkavert, og mættu aðrir forystumenn Umf. viðs vegar á landinu taka þetta til athugunar. Fjölmörg félög hafa með höndum starfsemi, sem fyllilega er frásagnar- verð, og tekur Skinfaxi slíkum frásögnum með þökkum. Er vonandi, að á eftir þessari grein komi margar af svipuðum toga spunnar — Ritstj.). Umf. Samhygð var stofn- að þann 7. júní 1908. Aðal livatamaður að stofnun þess, og fyrsti formaður, var Ingi- mundur Jónsson frá Holti, nú kaupmaður í Keflavík. I afmælishófinu, er félag- ið minntist 40 ára afmælis- ins, mættu á annað hundrað eldri og yngri félaga. Þar á meðal 15 af stofendum þess. Bárust félaginu fjöldi heilla- óska á afmælinu og ýms- ar góðar gjafir, frá stofnendum þess og öðrum vel- unnurum. Kom þar fram sá hlýhugur og vinsemd, er félagið á hvarvetna að mæta, bæði innansveitar og ut- an. Er slík vinsemd í garð félagsins mjög mikilsverð og til hvatningar þeim, er nú bera hita og þunga félags- starfsins. Eitt af fyrstu verkefnum Umf. Samhygðar, eftir að það hóf starf sitt, var að eignast „þák yfir liöf- uðið“. Sú hugsjón félagsins varð að veruleika árið 1912. Stefán Jasonarson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.