Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1950, Side 35

Skinfaxi - 01.04.1950, Side 35
SKINFAXl 35 samtök fólksins fá áorkað, þar sem allir stefna að einu og sama marki. Við, sem nú störfum í Umf. Samhygð, getum horft vongóð fram á veginn. Húsnæðismál félagsins, sem hefur Verið „mál málanna“ hjá félaginu, allt frá fyrstu tið, er nú að þvi er virðist, komið í örugga höfn um alllanga framtíð. Félagið getur þá af alefli snúið sér að öðrum viðfangsefnum í framtíðinni. Eitt af þeim er bygging íþróttavallar, sem félagið er nú byrjað á hjá Félagslundi, og hefur þegar lagt til hans allmikið fé og vinnu. Þá hefur félagið látið gera uppdrátt að lóðinni kringum Félagslund og barnaskólann (hús- in standa skammt hvort frá öðru). Er þarna mikið verk óunnið. En — „margar hendur vinna létt verk“. Svo mun reynast hér. Ungmennafélagið, kvenfélagið og sveitin öll mun sameinast um að fegra og prýða umhverfi hinna nýbyggðu húsa, planta þar skógi, — skapa þar sannkallaðan „Félagslund“, — lund, sem á ókomnum árum mun vaxa og þroskast til yndis og ánægju þeim, er þar lögðu hönd að verki. Ég trúi því, að okkar „Félagslundur“ vei’ði meira en nafnið eitt, — aðeins hús úr steinsteypu og nokkrar hríslur hér og þar. — Ég trúi því, að hann verði sá „gróðurreitur“ sveitarinnar, sem eldri og yngri byggja UPP °g hlúa að, og sameinist þar í íþróttum, leik og starfi. Ritað í marz 1950. Stefán Jasonarson. 3*

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.