Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1950, Side 36

Skinfaxi - 01.04.1950, Side 36
36 SKINFAXI cyCárui Siqurb, Lcju.rbiorn.iSon: Gleðin í bæ og byggð. Gerum nú ráð í'yrir, að unga fólkið i einhverri sveit eða kaupstað hafi tekið höndum saman til þess að sýna sjónleik. Þá ber þegar í stað upp vandaspum- inguna. Hvað á að leika? Finna verður hæfilegt við- fangsefni, sem leikendur x-áða við og hentar leiksviðinu í byggðarlaginu. Ef til vill eru uppskriftir af gömlum leikritum á sveimi einhvei’s staðar og er þá gripið til þeirra, ef ekki er leitað fyrir sér hjá leikfróðum mönn- um í Reykjavík um lán á leikhandriti. Hvorug leiðin er heppileg. Handrit, sem hafa þvælzt manna á milli ámm saman í uppskrift eftir uppskrif, em venjulegast full af skrifvillum og hafi þýðingin ekki verið góð í upphafi getur síðasta uppskriftin verið hroðalega út- leikin, hvað málfar snertir. Auk þess em það ekki beztu leikritin, sem langlífust em á þessum vergangi; það eru gamlir kmmingjar eins og „Apinn“, „Frúin sefur“ eða „Lifandi húsgögn“. Og leikfróðu mennimir í Reykjavík vita sjaldnast, hvað hentar hverju sinni eða hvernig skilyrðin em fyrir leiksýninguna. Senda þeir þá nærtæk viðfangsefni, svo sem ærslafengna skop- leiki, stundum staðfærða til smekkbætis, og hafa t. d. skopleikir Arnolds og Bachs farið þessa leiðina út um allar jarðir. En slík viðfangsefni leiða fyir en seinna á glapstigu. Leikendur venjast á auðlærð skrípalæti og skringibrögð, sem áhorfendur gína yfir meðan þeir fá ekki leið á léttmetinu, en eftir það er þrautin þyngri að kenna þeim að meta leiksýningar yfir höfuð og vei’ður ekki gert nema með talsverðu átaki.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.