Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 39

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 39
SKINFAXI 39 1 gömlum samkomuhúsum fer varla hjá því, að vér rekum augun í einhverja ágalla. 1. Hæðin á leikpallinum er ekki i réttu hlutfalh við stærð og lögun samkomusalsins. 2. Lofthæðin yfir sjálfu leiksviðinu er of lítil. 3. Leiksviðsopið er of lítið, þröngt eða lágt. 4. Leiksvæðið á pallinum er þröngt eða of mjótt frá fótljósum að bakvegg. Til að sniða verstu vankantana af leiksviði, sem hef- ur þá alla, sem hér voru taldir, hefur víða verið gripið til þess óyndisúrræðis og svo sem í sparnaðar- skyni að smíða „fasta scenu“ á leiksviðinu, tiðast stofu með dyrum sitt til hvorrar handar og glugga á miðjum bakvegg. Við þetta þrengist leiksviðið enn þá meir og töf er að því að taka ofan stofuna, ef leikritið krefst útisviðs að auki. Þar sem leiksviðið er bæði litið og óhentugt, þarf annaðhvort, að nota skásetta hliðarfleka (líka í „inni-scenum“) og loftkappa eða koma sér upp „hlutlausum“ tjöldum, reflum (draperi),

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.