Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 40

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 40
40 SKINFAXI sem komið er fyrir á sama hátt og skásettum hliðarflek- um með baktjaldi (1. mynd). Hafa má þá aðferð við upp- henginu hliðarreflanna, að þeir eru festir hver fyrir sig á stöng eða rim, sem leikur á ás neðan í lofti leiksviðs- ins, má þá, ef vill, snúa reflum þannig, að þeir myndi heilan hliðarvegg. (2. mynd). Ef húsrúm leyfir, er sjálf- sagt að hafa heila veggi i stofuscenum, en þá ættu þessir veggi ávallt að vera settir saman úr mörgum flekum, a.m.k. 3 til hliðanna og 4 í hak. Sýnir 3. mynd, hvernig flekar þessir geta verið misstórir og skorið úr þeim fyrir dyrum og gluggum, en dyraumbúnaður, gluggar og eldstæði eru smíðað sérstaklega og fellt inn á sinn stað, þegar leiktjöldin eru sett upp. 4. og 5. mynd sýna, hvernig þessir flekar eru festir saman, en liafa má mikla til- breytni, ef leikflokkurinn hefur komið sér upp dálitlu safni af flekum með tilheyrandi hurðmn og gluggum. Hvað sjálft leiksviðið snértir er oft til mikilla bóta að setja pall framan við |)að (fram-svið), jafnháan leiksviðinu, ef það er lágt, en einu eða tveimur þrep- um lægri, ef leiksviðið er óþarflega hátt. Þegar slíkt framsvið er haft, er vitaskuld ekki hægt að nota fót- ljósin á gamla leiksviðinu, heldur þarf að lýsa fram sviðið með ljóskösturum framan úr sal, eða koma fyrir fótljósum fremst á viðbyggingunni. Ef leikritið er fjölþætt og krefst tíðra leiksviðsbreyt- inga, má leika nokkur atriðin á nýja framsviðinu fyrir framan fortjaldið, en á meðan er skipt um tjöld fyrir 2. mynd.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.