Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1950, Síða 56

Skinfaxi - 01.04.1950, Síða 56
56 SKINFAXI ur Kristinsson Núpi. 1939—1947: Guðmundur Gíslason Höfða. 1947: Sigurður Guðmundsson Hjarðardal. 1948 og siðan: Ingi- björg Jónsdóttir Gemlufalli. Féhirðir 1935—1947: Valdimar Kristinsson Núpi. 1947 og siðan: Davíð H. Kristjánsson Neðri-Hjarðardal. Hverjir hafa verið fulltrúar félagsins á fjórðungs- og liér- aðsþingum U.M.F. Vestfjarða, verður ekki rakið hér. Lengi var stjórn U.MF. Vestfjarða skipuð sömu mönnum og stjórn- uðu U.M.F. Mýrahrepps, að öllu eða meiru leyti. Sýnir það eitt, að þetta ungmennafélag hefur átt mikinn þátt i starfsemi Sambands U.M.F. Vestfjarða. Þá ferðuðust menn frá þessu félagi á milli héraðssambands- félaganna, til fyrirlestrahalds og annarrar kynningarstarfsemi. Nú hefur að nokkru verið rakin stjórnarsaga U.M.F. Mýra- hrepps, og ofurlitið skyggnzt um hversu handleiðslu sumra þessara stjórnenda var háttað. Þó að fundahöld, og andleg starfsemi á fundum félagsins. sé fyrirferðamesti þátturinn i starfsemi félagsins, þá fer því þó fjarri að ekki liafi félagsstarfið margbrotnara verið, eða i fleiri horn liafi verið litið. Verður þó starfsmálasaga félags- ins ekki rakin hér, á annan hátt en þann, að aðeins verður drepið á það helzta. Félagsblað. Vil ég þá fyrst nefna félagsblaðið Viljann. Þegar á 2. fundi fé- lagsins, 22. jan. 1910, hefur Guðm. Hermannsson máls á, að menn yrðu að hafa blað, til þess að æfa sig að rita í, eins og málfundi að æfa sig að tala. Bar hann fram þá tillögu að gefið sé út blað. Var hún samþykkt, og einnig að fyrsta rit- nefnd sé skipuð af formanni félagsins, en skipi hún síðan eftirmenn sína. Hélzt sú tilhögun lengst af. Fyrsta tölublað Viljans kom þegar út á næsta fundi. Ritnefnd: Bjarni ívarsson, Guðrún Friðriksdóttir, Kristinn Guðlaugsson. Kom Viljinn siðan út áratugum saman, reglulega á hverjum fundi að ég hygg. Reglan var, að allir sem rituðu í blaðið, skrifuðu undir fullu nafni. Hygg ég að margt væri betra hjá okkar þjóð, hefði þeirri reglu alls staðar og ævinlega verið fylgt. Þegar Viljinn hafði fyrst fataskipti, þ. e. fyrsta innbundua bók hans var útskrifuð, voru þessi orð skrifuð i seinustu greininni í bókinni, af þeim sem þetta ritar: „Ég hef fylgzt nokkuð mikið með blaðinu, á þessum 11 ára áfanga, og þori að fullyrða að ritnefndir liafa mjög

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.