Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 63

Skinfaxi - 01.04.1950, Page 63
SKINFAXI 63 þeirra sérstaklega minnzt, starfsfólk fræðslumálaskrifstofunn- ar, Bjarni Bjarnason skólastjóri á Laugarvatni o. fl. gestir. Þorsteinn Einarsson iþróttafulltrúi flutti langt og itarlegt erindi um störf nefndarinnar þessi 10 ár. Lauk lofsorði á, hversu vandlega lögin hefðu verið samin, enda ekkert tilefni gefist enn til þess að óska eftir breytingum á þeim. Slíkt væri fátítt með lagasetningar, einkum þegar um jafn umfangsmikil nýmæli væri að ræða, sem þessi lög voru á sínum tima. Margar ræður voru fluttar. Hermann Jónasson þakkaði öll- um, sem unnið hefðu að framkvæmd laganna. Taldi þar vel hafa tekizt til. Framkvæmdin væri engu ómerkari en lögin sjálf. Góð lög mætti gera gagnslítil með lélegri framkvæmd. Hann taldi næsta áfangann i þessum málum aukna heilsu- rækt. Ljósböð fyrir almenning væri í þeim efnum mikilvægt atriði i jafn sólarlitlu landi. Margir aðrir tóku til máls. Voru allir sammála um að setn- ing íþróttalaganna hefði verið hið mesta gæfuspor og fram- kvæmd þeirra hefði tekizt með ágætum og voru Þorsteini Einarssyni, sem verið hefur íþróttafulltrúi og framkvæmda- stjóri íþróttanefndarinnar frá upphafi, færðar þakkir fyrir frábærlega vel unnin störf. Gjöf til U.M.F.Í. Ungmennasamband Finnlands (Suomen Nuorison Liitto) hefur sent U.M.F.Í. að gjöf, finnskan borðfána, á gljáslipuðum marmarafæti, liið mesta listasmíði. Gjöfinni fylgdi vinsamlegt bréf frá formanni sambandsins, Arvo Inkila, magister, þar sem hann óskaði eftir þvi, að samvinna finnskra og islenzkra ungmennafélaga mætti verða sem mest í framtiðinni. Stjórn U.M.F.Í. hefur þakkað þessa kærkomnu gjöf. íþróttamót Umf. Skeiðámannna og Umf. Baldurs, í Hraungerðishreppi, Árnessýslu, var haldið að Brautarholti á Skeiðum 14. ágúst 1949. Úrslit urðu: 100 m. hlaup: Óskar Geirsson (B.) 12,8 sek. Hástökk: Bjarni Jónsson (S.) 1,62 m. Langstökk: Gunnar Halldórsson (B.) 5,42 m. Þrístökk: Þorsteinn Alfreðsson (S.) 11,87. Hann vann einnig kúluvarpið (11„53 m.) og kringlukastið (34,36 m.). 4x50 m. boðhlaup kvenna: 1. Sveit Baldurs 29,1 sek. 2. Sveit Skeiðamanna 30,3 sek. Umf. Skeiðamanna vann mótið með 37 stigum. Umf. Baldur hlaut 30 stig.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.