Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1952, Side 7

Skinfaxi - 01.11.1952, Side 7
SKINFAXI 103 Þar er leitazt við að kynna menningu, landshætti og helztu viðfangsefni þjóðanna. öllum, sem um þessi mál hafa hugsað, er ljóst, að nauðsyn er margs konar upp- lýsingastarfsemi í samskiptum þjóða, því að annars er hætt við misskilningi, vanþekkingu og skiíningsleysi milli þjóðanna. Smáþjóð, eins og við Islendingar erum, er nauðsyn að kynna landið. Oft vekur það undrun manns, live Island er lítið þekkt víða, meira að segja á Norðurlöndum, þótt til séu einstaklingar, sem gott skjm bera á íslenzk málefni. Maður lítur í eigin harm og lætur sér detta i hug, að e. t. v. höfum við ekki unnið nóg að landkynningunni. Það ætti að vera sjálfsagt hlutverk ungmennafélag- anna að vinna ötullega að þessu, með því að taka virkan þátt í samstarfi ungmennafélaganna á Norðurlöndum. Hingað til hefur hlutur okkar verið of smár, og mættum við taka virkan þátt í þessu starfi framvegis. Forráðamenn ungmennasamtaka Norðurlanda, sem hrint hafa þessu máli af stað, eiga þakkir skilið fyrir, en vel mættu þeir hafa það í huga, að e. t. v. mætti betur að vinna framvegis við skipulagningu þessa starfs, til þess að það skili sem allra mestum árangri. Ætti stjórn U.M.F.l. að taka þetta mál til betri athug- unar og íhuga hvort ekki er hægt að fá hingað æsku- lýðsvikuna árið 1954. Næsta ár er hún ákveðin í Finn- landi í júlímánuði. Gæti ég trúað, að vel yrði til hennar vandað og skemmtilegt fyrir Islendinga að fara þangað. Mikið starf er nú hjá finnsku félögunum og hafa þeir marga unga og áhugasama menn í sínu starfi. Meiri deyfðar fannst mér gæta í starfi ungmennafélaganna 1 Danmörku og í Skandinavíu. Þar virðist vanta meira af ungum og áhugasömum mönnum í forystuna og og fleiri ný verkefni, sem grípa hugi æskufólksins. Vafalaust er þetta aðeins stundarfyrirln'igði, sem lagast fljótt. Norræna samvinnan ætti að vera lyftistöng fýrir

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.