Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1952, Page 10

Skinfaxi - 01.11.1952, Page 10
106 SKINFAXI anna og skipuleggja félagsstarfið í heild í samráði við stjórn félagsins og skrifstofuna í Osló. Sérstök landsnefnd er starfandi, sem eingöngu sér um starfsíþróttir og útbýr hún margs konar verkefni fyrir hin ýmsu félög. Iivert hérað hefur svo nefnd, sem starfar 1 héraðinu, en heyrir undir landsnefndina. Félögin starl'a all-sjálfstætt og í líkum anda og ís- lenzku ungmennafélögin, fyrir utan starfsíþróttirnar. Þau halda skemmtanir, umræðufundi og námsskeið ýmis konar, t.d. í dönsum, hljóðfæraleik, leiklist, hjálp í viðlögum, vefnaði og öðrum hannyrðum kvenna, auk fjölmargra bóklegra greina, svo að eitthvað sé nefnt. Segja má, að starfsemin miði öll að því að hjálpa æskufólkinu til þess að eflast í trú á landið og jörðina, auka menntun sína bæði bóklega og á verklega sviðinu. auðvelda því lifstarf sitt og færa því betri lífsskilyrði. Ég dvaldist á landsmóti félagsins í Gjövík dagana 1. -3. ágúst í sumar og gafst mér þar ágætt tækifæri til þess að kynnast starfi félagsins. Þar sá ég t.d. í skýrslum, að. 13055 manns höfðu tckið þátt í 753 kapp- leikum í ekki færri en 26 greinum starfsíþrótta sl. ár. Að þessu dæmi er augljóst, að mikið er starfað hjá Tore Wiig, skipulagsstjóri, við starf á búi sínu.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.