Skinfaxi - 01.11.1952, Page 11
SKINFAXI
107
Frá keppni í dráttarvélaakstri.
þessu í'élagi. Landsmótið var annars allt með miklum
glæsibrag. Það var haldið á einum fegursta stað Noregs,
Gjövik við Mjösa. Þar voru saman komin mörg þúsund
xnanns til þess að fylgjast með dagskráratriðum móls-
ins, sem voru bæði mörg og góð. Þar var keppt í 8
greinum starfsíþrótta og þar komu fram leikflokkar á-
hugamanna, söngvarar og hljóðfæraleikarar, upplesarar
og ræðumenn. Ræður og sjónleikir fóru fram í tjaldi,
sem rúmaði 5000 manns í sæti, og var það þétt setið,
og hundruð manna urðu að standa á meðan skemmti-
atriði fóru fram.
NBU hefur átt því láni að fagna að eignast einstak-
lega góða starfskrafta í upphafi starfsins; starfsmenn,
sem skilið hafa þýðingu félagsins fyrir norskt þjóðlíf,
óeigingjarna og óþreytandi starfsmenn, sem sífellt hafa
aukið og bætt starfið. Þeii- hafa sent marga menn til
útlanda til þess að kynnast starfi annarra þjóða á þessu
sviði og til þess að flytja það, sem nytsamt er af því,
til Noregs. Margol't hafa þeir sent menn lil Svíþjóðar