Skinfaxi - 01.11.1952, Síða 14
110
SKINFAXI
Vopnfirðingar. Við mótið störí'uðu alls 100 manna, utan
starfsmanna á íþróttavellinum. Var unnið í tveimur
vöktum. Flestir unnu við veitingasöluna. Matargerð fór
fram í eldhúsi skólans og var framleitt í borðstofu lians,
en þar gátu 180 manns borðað í einu.
A samkomusvæðinu, sem var 1100 m frá skólanum,
var nauðsynlegt að geta selt ýmsar veitingar aðrar en
mat. Erfiðlega gekk með útvegun tjalda og var því
horfið að því ráði að byggja timburskála 30x10 m að
flatarmáli. Grindin var að mestu gerð úr „battingum“
2 X 4 og fóru af þeim 2000 lengdarfet. Grindin var síðan
klædd með óunnuni borðum, %X8, og borðin látin
skara. 1 þetta lóru 600 lengdarfet. lleyndist þetta vel
og lak ekki. Borð og bekkir voru jarðföst og klæðning
á þeim úr unnum viði. Rúmlega 200 manna gátu selið
til liorðs samtímis i veitingasalnum, en auk þess var í
skálanum rúmgott eldhús og smærri herbergi, þar sem
seldar voru pylsur, sælgæti og öl.
Kostnaður við þessa risaframkvæmd var furðu lítilh
Efni var allt fengið að láni hjá byggingum, sem voru að
hefjast í Egilsstaðaþorpi, og þangað átti að skila þvi
eftir mótið. Mikil sjálfboðavinna var unnin þar sunnu-
daginn 22. júní. Þá komu 34 menn úr Eiðaþinghá og
Gengið á leikvöll. Hlati af tjaldborginni í baksýn.