Skinfaxi - 01.11.1952, Qupperneq 16
112
SKINFAXI
þær með skrásetningarmerki úr flestum sýslum lands-
ins. Má aí' ])ví marka, að samkomugestir, sem voru á
fjórða þúsund, hafi verið víða að.
Veðrið var betra en almennt gerðist á Austurlandi í
vor. Fyrri daginn var mjög hlýtt, lygnt framan af, en
gerði nokkra golu á suðvestan, er líða tók á daginn.
Síðari daginn var strekkingsvindur fram undir kvöld,
sem var nokkuð til baga, en samfellt sólskin var báða
dagana.
Þátttaka glæsilegrar æsku.
I þessu landsmóti var þátttakan svipuð og á 7. lands-
móti U.M.F.l. í Hveragerði 1949, eða um 250 íþrótta-
menn frá 12 héraðssamböndum og Umf. Reykjavíkur,
eða 13 aðilum alls. Það er ágæt þátttaka, einkum þegar
þess er gætt, hve afskekktur mótsstaðurinn er. Ekki er
þessi glæsilega sókn árangur af háværum áróðri langan
tíma. Hvorki voru notuð útvarpsávörp, auglýsingar né
símtöl. Undirbúningurinn var eingöngu ræddur á sam-
bandsráðsfundum U.M.F.I., í bréfum til félaganna og
Skinfaxa.
Forvígismenn héraðssambandanna undirbjuggu síðan
þátttökuna á héraðsþingum sínum, og á annan hátt, af
miklum myndarskap. Var einkum valið úr til þátttöku
að afstöðnum héraðsmótunum í vor. Sex minnstu sam
böndin áttu þarna enga keppendur. Vonandi bætasl
þau i hópinn á næstu mótum, og sum hafa raunar sent
fulltrúá áður.
Ferðalög að Eiðum eru löng og dýr frá flestum
héruðum landsins, þó alveg sérstaklega frá Vestf jörðum.
En íþróttafólkið þaðan ferðaðist með skipum og bif-
reiðum að Eiðum, en með flugvél heim. Þegar þetta er
athugað, er hin almenna þátttaka mjög lofsverð og
sýnir þann rótgróna skilning Umf., að heiður þeirra er
i veði, ef þátttöku þeirra hrakar frá fyrri mótum.
Það er kunnugt, að íþróttaárangurinn var með því