Skinfaxi - 01.11.1952, Page 22
118
SKINFAXI
manna. Mun eitt Umf. aldrei fyrr hafa lagt jafn mikið
að mörkum á landsmóti.
Al' einstaklingum hlutu þessi flest stig: Magnús
Gunnlaugsson frá Skarphéðni 8V2 stig, Kolbeinn Krist-
insson frá Skarphéðni og Margrét Hallgrímsdóttir frá
Umf. Reykjavíkur 8 stig, Arndis Sigurðardóttir frá
Skarjjliéðni og Tómas Lárusson frá U.M.S. Kjalarnes-
þings (5 stig.
Beztu afrek mótsins voru samkvæmt nýju stigatöflunni:
1. Guðmundur Vilhjálmsson í 100 m hlaupi 10,9 selc.
Gel’ur 946 stig.
2. Vilhjálmur Einarsson i þrístökki, 14,21 m. Gefur
826 stig.
3. Gestur Guðmundsson í kúluvarpi, 14,33 m. Gefur
803 stig.
4. Tómas Lárusson í langstökki, 6,89 m. Gefur 752 stig.
Héraðssamböndin fengu þessi sérverðlaun:
1. Héraðssambandið Skarphéðinn fyrir flest stig í
frjálsum íþróttuni, sem voru 60 alls.
2. Sama samband fyrir 21 stig í sundi.
Víkivákaflokkur Umf. Austra, Eskifirði.