Skinfaxi - 01.11.1952, Page 24
120
SKINFAXI
6. Einar Ingimundarson, Iþróttabandal. Suðurnesja,
fyrir flest stig í glímu, 4 alls.
7. Guðmundur Vilhjálmsson fyrir bezta afrekið í
frjálsum íþróttum, sem gaf 946 stig.
Starfsíþróttirnar.
Ákveðið hafði verið að keppa í þremur greinum starfs-
íþrótta:
1. Að Ieg-gja á borð.
2. Akstri dráttarvéla.
3. Starfshlaupi.
Borðlagningin fór fram föstudaginn 4. júli í borð-
stofu héraðsskólans. Áhorfendur voru því aðeins íþrótta-
fólkið, sem þá var flest komið til Eiða, og fulltrúar á
sambandsþingi U.M.F.I. Fylltu þeir liinn stóra borðsal
skólans og skein forvitni úr hverju andliti, enda varð
athyglin mikil, og var að lokum sem allir áhorfendur
væru festir á einn þráð.
Hér var raunar frekar um sýningu en keppni að ræða.
Fyrir atbeina Ásdísar Sveinsdóttur, liúsmæðrakennara
Björn Jónsson frá Firöi.