Skinfaxi - 01.11.1952, Page 30
126
SKINFAXI
Akstur dráttarvéla var þriðja grein starfsíþrótta á
landsmótinu. Þessir fjórir keppendur tóku þátt í þvi:
Aðalsteinn Jónsson og Stefán Krisjánsson frá Hér-
aðssambandi S.-Þing., Hallgrímur Bergsson frá U.I.A.
og Hreinn Ólafsson frá U.M.S. Kjalarnesþings.
Ekin var 400 m löng vegalengd, auk margra króka
og hringa. Fyrstu verðlaun hlaut Stefán Kristjánsson
frá H.S.Þ. eða 107 stig. Hann ók Ferguson dráttarvél
með kerru aftan í. Annar varð Hreinn Ólafsson frá
U.M.S. Kjalarnesþings. Hann hlaut 105 stig. Stigin eru
reiknuð út frá 5 atriðum: Hraða, akstri gegnum hlið,
akstri aftur á bak eftir planka, snúningum og aksturs-
lagi. Tíminn var frá 4 mín. 28 sek—6 mín. 44 sek. Hinir
tveir piltarnir fengu um 100 stig og sýndu, eins og
tveir fyrstu, mikla leikni í meðferð dráttarvéla.
Héraðssamband Suður-Þingeyinga vann starfsíþrótla-
keppnina á landsmótinu og hlaut 9 stig í starfshlaupi
og dráttarvélaakstri samanlagt. U.M.S. Kjalarnesþings
hlaut 0 stig, U.M.S. Eyjafjarðar 4 og U.I.A. 1.
Af einstökum keppendum varð Hreinn Ólafsson
Lagt upp í dráttarvélakeppnina.