Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1952, Page 31

Skinfaxi - 01.11.1952, Page 31
SKINFAXI 127 hæstur með 6 stig, annar Stefán Kristjánsson með 5 og þriðji Halldór Pálsson með 4. Allir þessir piltar, sem þátt tóku í starfsíþróttunum voru brautryðjendur á þessum vettvangi. Nöfn þeirra hafa því sögulegt gildi. Væntanlega eiga þeir eftir að taka þátt í starfsíþróttakeppni á næstu landsmótum og margir að fylgja í slóð þeirra. Þökk sé þeim fyrir þátt- tökuna. Lokaorð. Austfirðingar gerðu sér far um að allur undirbún- ingur væri sem fullkomnastur. Ekki aðeins fram- kvæmdanefndin og forvígismenn ungmennafélaganna, heldur l)jó allur almenningur einnig yfir ríkum metnaði i þeim efnum. Allt undirbúningsstarf var með afbrigð- um vel og skipulega af hendi leyst, og Austfirðingum til varanlegs sóma. Ungmennaíelag Islands þakkar framkvæmdanefnd og öðrum Austfirðingum vel unnin störf í þágu lands- mótsins. Alveg sérstaklega ber að þakka slcólastjóran- um á Eiðum, Þórarni Þórarinssyni, sem opnaði biun glæsilega skóla sinn fyrir mótinu. Sést hér glögglega, bvert gildi héraðsskólarnir geta baft fyrir starfsemi æskunnar og bátíðlegar stundir hennar, ef vel og mynd- arlega er á baldið af öllum aðilum, eins og hér átti sér stað. U.M.F.l. þakkar og fimleika-, dans og vikivaka- flokkunum, samkórunum, lúðrasveitinni, ræðumönn- um, íþróttafulltrúa ríkisins stjórn mótsins, og öllum þeim mörgu starfsmönnum, sem með bonum unnu að framkvæmd þess, forvígismönnum héraðssambandanna, er keppendur sendu á mótið, og síðast en ekki sízt hinum gjörvulega bóp íþróttamanna frá binum 13 sam- böndum fyrir drengilega keppni og prúðmennsku i hvívetna. Það voru þeir, sem settu svip sinn á mótið. Mannfjöldanum, sem mótið sótti, skal þökkuð ánægju- leg l'ramkoma í bvívetna.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.