Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1952, Síða 40

Skinfaxi - 01.11.1952, Síða 40
136 SKINFAXI 15. sambaiidsþing U.M.F.f. Ár 1952, fimmtudaginn 3. júli, kl. 14, var 17. sambandsþing U.M.F.Í. sett aS EiSum. Sambandsstjóri U.M.F.Í., sr. Eirikur J. Eiríksson Núpi, setti þingið með ræðu. Lýsti hann starfi og stefnu ungmennafélaganna og þeirri þýðingu, sem þau hefðu haft fyrir æsku landsins. Umf. væri lifandi hreyfing til menn- ingar og þroska æskulýðnum. Minntist sambandsstjóri þeirra aðalþátta, sem Umf. legðu stund á, íþrótta- og bindindisstarf- semi, og að þau störfuðu á kristilegum og þjóðlegum grund- velli. Þá þakkaði hann þeim, er séð höfðu um undirbúning sambandsþingsins og landsmótsins fyrir ágætt starf og lýsti aðdraganda þess nokkuð. Forsetar þingsins voru kjörnir: Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri, Eiðum. Skúli Þorsteinsson, skólastjóri, Eskifirði. Halldór Kristjánsson, bóndi, Kirkjubóli. Ritarar: Ólafur H. Kristjánsson, kennari, Núpi. Ingi Tryggvason, kennari, Laugum. FRAMSÖGURÆÐUR. 1. Skýrsla stjórnarinnar. Sambandsritarinn, Daniel Ágústinusson, flutti ýtarlega skýrslu um störf U.M.F.Í. undanfarin 3 ár. Einnig var útbýtt á fundinum fjölritaðri skýrslu um störf sambandsins og reikn- ingum þess fyrir síðustu þrjú árin. Félög eru nú 200 með 12546 félagsmenn. Skiptast þau i 19 héraðssambönd og 11 ein- stök félög, án milligöngu héraðssambanda. Hafði félagsmönn- um fjölgað um 1332 frá síðasta sambandsþingi og 7 félög bætzt við. Sambandið hefur styrkt árlega kennslu 15—20 íþrótta- kennara með allt að % af kaupi þeirra. Um marga þeirra hef- ur verið samvinna við Í.S.Í. og sérsambönd þess og hefur þá styrkurinn skipzt að jöfnu. Skinfaxi kemur út í þremur heft- um, 10 arkir alls. Verð kr. 10.00. U.M.F.Í. hefur átt fulltrúa á norrænum æskulýðsmótum öll þessi ár. Það bauð finnskum þjóðdansaflokki frá Finnlandi heim vorið 1951, ásamt Umf. Reykjavíkur. í ráði væri að fá hingað til lands finnska þjóð- dansakennara næsta haust og að halda hér norrænt æsku-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.