Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1952, Side 49

Skinfaxi - 01.11.1952, Side 49
SKINFAXI 145 IV. Starfsíþróttir. 1. „Sambandsþingið þakkar stjórn U.M.F.Í. og öðrum að- ilum forgöngu um vakning starfsíþrótta hér á landi og telur, að U.M.F.Í. eigi að taka þær upp i stefnuskrá sina, enda verði þær framvegis fastur liður á landsmótum U.M.F.Í. 2. Þingið hvetur héraðssamböndin til að taka starfsíþrótt- ir upp á liéraðsmótum sínum eða stofna til sérstakra móta með starfsiþróttir eingöngu, eftir þvi sem hagar til á hverj- um stað. Ennfremur vill þingið skora á einstök Umf. að beita sér fyrir stofnun unglingadeilda innan félaganna, sem starfi með svipuðum hætti og „4 H“ félögin í Bandaríkjunum. (Sbr. grein í 2. hefti Skinfaxa 1952).“ V. Skógræktarmálin. „Sambandsþingið telur nauðsynlegt að ungmennafélögin beiti sér fyrir samvinnu við alla þá aðila, sem að skógræktar- málum vinna, þar sem eitt af stefnuskrármálum U.M.F.Í. var og er ræktun skóga á íslandi. Sérstaklega telur þingið þörf á náinni samvinnu við Skógræktarfélag Islands og deildir þess. Þá telur þingið sjálfsagt, að sem bezt samvinna takist við skólamenn landsins um skóggræðslu og visar í þessu sam- óandi til fyrri samþykkta.“ VI. íþróttamál 1. Sambandsstjórn falið að velja stað fyrir næsta lands- mót U.M.F.Í., sem haldið skal 1955, helzt á Vesturlandi. 2. Skorað á Alþingi að liækka framlag sitt til íþróttasjóðs. 3. Mælt með því, að héraðssamböndin taki upp skrautrituð verðlaunaskjöl sem verðlaun á héraðsmótum sínum og láti U-M.F.Í. gera slík skjöl handa samböndunum. 4. Áskoranir til Umf. vegna iþróttastarfsemi þeirra: a) Að efla íþróttaþjálfun meðal félaga sinna. Jafnframt sé unnið að skipulegri íþróttakennslu i samvinnu við skóla, og íþróttakennarinn skipi æfingastjóra i hverju félagi, enda verði hann fastur starfsmaður í liverju héraði og taki laun sín úr ríkissjóði sem aðrir kenn- arar. b) Að íþróttamótin verði sem mest skipulögð að vetr- inum. Keppnisgreinum verði stillt i hóf. Lágmarks- afrek sett til verðlauna og gætt liagsýni i verðlauna- kostnaði. 10 r

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.