Skinfaxi - 01.11.1952, Síða 50
146
SKINFAXI
c) Að auka fjölbreytni í íþróttum kvenna. Jafnframt því
fjölgi keppnisgreinum þeirra á landsmóti U.M.F.Í.
d) Að lögð sé rík áherzla á, að eldri félagar og stjórnir
kenni yngri félagsmönnum sinum öll félagsstörf og
veiti þeim tækifæri til ábyrgðarstarfa í félögunum.
e) Að setja metnað sinn í að skapa umgengnismenningu
með liirðingu íþróttatækja, félagsheimila, iþróttavalla
og annarra mannvirkja.
f) Að staðinn sé vörður um þann þegnskaparhug, sem
ríkt hefur i ungmennafélögunum og gætt þess, að
hann sé virtur í öllum þáttum starfsins.
VII. Menntamál.
1. „Sambandsþingið lýsir ánægju sinni yfir löguin um
menntaskóla í sveit og skorar á menntamálaráðherra að fram-
kvæma nú þegar ótvíræðan vilja Alþingis um stofnun slíks
skóla.“
2. „Sambandsþingið beinir þeini tilmælum til fræðslumála-
stjórnarinnar, að hún viðurkenni starf kennara, er vinna að
félagsmálum nemendanna með þvi að ætla þeim rúm á stunda-
skrám skólanna.“
3. „Þingið vottar Sigurði Greipssyni þakkir fyrir þýðingar-
mikið skólastarf i Haukadal fyrir ungmennafélaga og aðra
æskumenn og heitir á félaga sína að styðja hann drengilega."
4. „Þingið lýsir stuðningi við stofnun áliugamannadeildar
við íþróttakennaraskóla íslands á Laugarvatni og samþykkir
að skora á Alþingi að veita fé til að afia skólanum nauðsyn-
legs lands og skólahúss.“
5. „Þingið telur, að ungmennafélagsskapnum sé brýn þörf
leiðbeinenda i íþróttum og félagslegu starfi og leggur lil að
aukin verði kennsla i stjórn félaga og félagsfræði í skólum
Iandsins.“
VIII. Minnismerki Stephans G.
„Þingið fagnar því, að reist verði minnismerki um Stephan
G. Stephansson á Arnarstapa í Skagafirði á næsta sumri og
væntir þess, að unginennafélög almennt styðji það mál, svo
sem með aðstoð við merkjasölu fyrir U.M.S. Skagafjarðar
eða á annan þann hátt, sem félögin telja heppilegt.“
IX. Skinfaxi.
1. „Gerð verði tilraun til að auka fjölbreytni ritsins með
])ví að fela héraðssamböndunum, einu í senn, að sjá um
meginefni þess.