Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1952, Side 71

Skinfaxi - 01.11.1952, Side 71
SKINFAXI 167 FRÉTTIR og FÉLAGSMÁL Bókmenntakeppni. í síðasta hefti Skinfaxa var skýrt frá áformum U.M.S. Úlf- ijóts í Austur-Skaftafellssýslu um bókmenntakeppni milli sam- bandsfélaganna. U.M.F.Í hefur borizt skýrsla um þessa fyrstu tilraun. Fór hún eigi fram fyrr en 25. maí og náSist ekki fund- ur saman þann dag nema i tveimur félögum. Úrslitin urðu þessi: Umf. Sindri á Höfn vann keppnina meS 2 stigum. Umf. Visir í Suðursveit hlaut 1% stig. Spurningarnar voru 13 og allar úr Pilti og stúlku. Nánari skýring á framkvæmdinni er þessi: í Sindra voru skráSir 76 félagar. Á sambandssvæS- inu dvöldu þann dag 57. Af þeim mættu 13 til keppni. Svara skyldi 13 spurningum. Rétt svör hjá Sindra urSu 113 : 57 t= 2 stig. í Visi voru skráðir 71 féiagi. Á sambandssvæSinu dvöldu þann dag 67. Til keppni komu 16. Rétt svör hjá Vísi urSu 117 : 67 = 1% stig. Oheppilegur tími hefur átt drýgsta þáttinn í því, að þátt- takan varð ekki meiri. Sambandið hefur ákveðið að halda þess- ari starfsemi áfram, og verður næsta bókmenntakeppni þess í desember í vetur. Verður þá Njála tekin til meðferðar. ÁformaS er svo að taka aðra bók fyrir síðari hluta vetrar. Hér er áreiðanlega athyglisverð starfsemi, sem Umf. ættu að taka upp. Er hægt að keppa í þessu, hvort sein er innan fé- iaga, milli einstaklinga eða milli féiaga, svo sem hér hefur verið gert. Ungmennafélagar. Vinnið ötullega að aukinni útbreiðslu Skinfaxa. Fáið unga fólkið, sem er að ganga í félögin, til þess að gerast áskrif- endur. Sendið afgreiðslunni jafnóðum nöfn þeirra. Takmarkið er: Fleiri áskrifendur. Stærra og fjölbreyttara tímarit. Þrjú hefti koma út árlega og árgangurinn kostar kr. 15.00. Gjald- dagi er 1. okt. Bók ungmennafélaga. Fáein eintök af bók Jens Marinusar Jensen, Ad nordlige Veje, fást enn lijá U.M.F.Í. Bókin segir frá starfsemi Umf. á Norður- löndum og heimsókn til þeirra allra. Þar er skemmtilegur þáttur um ferð höfundar til íslands sumarið 1949 og U.M.F.t. Verð bókarinnar er kr. 25.00 ísl. auk kostnaðar við póstsend-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.