Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1953, Page 5

Skinfaxi - 01.07.1953, Page 5
SKINFAXI 53 standandi tíma og þess þjóðlega arfs, sem henni hefur verið búinn. Það er hlutverk okkar í dag að velja eða hafna menningu, tungu og trú íeðranna. Vill æskan byggja menningu framtíðarinnar á gömlum merg, þólt nýjar aðstæður skapist við breytta tíma? Vill hún byggja þjóðlífið á kristinni lífsafstöðu, sem um aldir var grundvöllur lifstrúar fólksins í landinu? Eða vill hún byggja á einhverju öðru, þar sem þjóðlegar erfðir og kristin trú sitja ekki lengur í fyrirrúmi? Æskulýðs- félögin og foringjar þeirra verða hér að velja og hafna. Svo mikil ábyrgð hvilir á ungu kynslóðiuni í dag. S. J. Iþróttanefnd ríkisins skipuð á ný. Þann 2. marz í vetur skipaði menntamálaráðherra, Björn Ólafsson, íþróttanefnd rikisins til næstu þriggja ára. Nefndin er þannig skipuð: Þorsteinn Bernliarðsson formaður, Daníel Ágústinusson, samkvæmt tilnefningu stjórnar U.M.F.Í. og er hann gjaldkeri nefndarinnar, Hermann Guðmundsson, sam- kvæmt tilnefningu stjórnar Í.S.Í. og er hann ritari nefndar- innar. Varamenn eru: Kristján Gestsson varaformaður, Rannveig Þorsteinsdóttir eftir tilnefningu U.M.F.Í. og Benedikt G. Waage cftir tilnefningu Í.S.Í. Guðmundur Kr. Guðmundsson hefur verið formaður íþrótta- nefndarinnar að undanförnu og rækt það starf af miklum dugn- aði og réttsýni, eins og kunnugt er. U.M.F.Í. þakkar honum drengilegt samstarf að þessum málum fyrr og síðar og árnar honum allra lieilla.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.