Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1954, Page 6

Skinfaxi - 01.11.1954, Page 6
102 SKINFAXl að þykja djarflega teflt á sólbjörtum laugardegi í júlí, ekki sizt þegar hinn síðasti fjallar um kristni og kirkjulíf. En þetta erindi séra Jakobs Jónssonar er reyndar eitthvert bið áhrifamesta, þrátt fyrir allt. Og auk alls þessa gefst okkur dálitill timi til að sleikja sólskinið og spjalla saman, svo og til að ljósmynda þinglieim, en það er vissulega nokkuð. sem ekki má gleymast. Nú er kvöldið eftir, bezta kvöld mótsins. Finnar og Norðmenn sjá um skemmtiatriði. Við heyrum upp- lestur og söng úr Kalevala. Önnur ljóð eru lesin og sungin, það er „pratað“ á ýmsum málum og mál- lýzkum og sýndur lieill sjónleikur, þar sem ekki er sagt eill einasta orð, við kynnumst margs konar skemmtilegum lcikjum, sumir nálgast það að vera hrekkir, og loks koma þjóðdansar og söngleikir. Ekk- ert nær núna sömu tökum og sýning Ingolfs í gær- kvöldi, ekkert er jafn hátíðlegt og ljóðrænt. En i kvöld er þeim mun meira fjör og gáski, gaman og glettni — og æskan er gáskafull, þetta er tvímælalaust skemmtilegasta kvöld mótsins. En öll kvöld hljóta að enda, einnig þetta ógleymanlega laugardagskvöld. Siðan kemur stutt nótt, og nýr dagur með nýjum von- um og nýjum skyldum rennur upp yfir réttláta og rangláta. Sunnudaginn 4. júlí er aðeins einn fvrirlestur ár- <legis, en síðari hluta dagsins sækjum við almenna samkomu í Þrastarskógi. Hún hefst með guðsþjón- ustu, og prédikar sambandsstjóri UMFÍ, sr. Eirikur J. Eiríksson. Steingrímur Steinþórsson, félagsmála- ráðherra, og Ricþard Beck, prófessor, flvtja ræður að lokinni messu, en síðan flytja nokkrir liinna nor- rænu gesta stutt ávörp. Glímuflokkur frá Umf. Reykjavíkur sýnir glímu, og loks liefst dans á palli en þá erum við kvödd til brottferðar. Sumum okk- íu’ þykir súrt i brotið, en góðir félagar hljóta að blýða

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.