Skinfaxi - 01.11.1954, Page 16
112
SKINFAXI
raski áætlunum. En við því er bara ekkert að segja.
Hver og einn verður að leggja fram sína fórn. Hjá því
kemst enginn drengur, sem er heill heilsu. Ættjörðin
krefst þess. Og strax og drengirnir komast á vilald-
ur, og fara að veita lífinu einhverja athygli, er þeim
sagt frá því, sem fram undan er. Þeir eru því við
öllu búnir.
Þótt íslenzk æska hugsi eðlilega mjög sjaldan um
þessi mál, vila flestir, hvað herskylda í r.aun og veru
þýðir, og hvernig æskumennirnir verja tímanum í
þeim skóla. Þar er megináherzla lögð á hermennsku,
lært að handleika nútíma vopn og drápstæki, til þess
að geta verið við því búinn að mæta óvinum, ef þá
kynni að bera að garði. í öðru lagi er tima æsku-
manna varið til þess að vinna að ýmsum liernaðar-
framkvæmdum, sem allar miða að sama marki: að
vera sem bezt viðbúinn, ef styrjöld kynni að brjótast
út enn þá einu sinni.
Tíma og orku æskumanna, alla þessa mörgu mán-
uði, er þvi í raun réttri varið til neikvæðra starfa, —
starfa, sem stefna að því, að vera sem bezt undir það
búinn að eijða verðmætum og tortíma manslífum. Sá
tími, sem varið er til jákvæðra starfa, — til nytsamra,
uppbyggjandi starfa í þágu þjóðfélagsins, mun tæpast
umtalsverður.
Þegar ég tók að hugleiða þetta, nokkru nánar en
stundum fyrr, liraus mér hugur við slíku öfugstreymi.
Ilvílík ógnar sóun á vinnuafli, sem nota mætti til
nytsamra starfa! Hversu óendanlega margt gæti ekki
þessi milljónaskari ungra, tápmikilla drengja unnið
til góðs fyrir ættlönd sín, ef orku þeirra væri beint
að jákvæðum störfum. Verkefnin bíða alls staðar, á
ótal sviðum, í Iivaða landi sem er, eftir iðjusömum
og starfsfúsum höndum. Já, hvílíkt öfugstreymi!
Að sjálfsögðu er flestum þetta fullkomlega ljóst i
herskyldulöndunum, en samt sem áður möglar eng-