Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1954, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.11.1954, Blaðsíða 38
134 SKINFAXI Frá sambandsráðsfundi UMFl 1954 Sambandsráð Ungmennafélaga Islands hélt fund í Reykjavík 26. og 27. júní s.l. Sjö fulltrúar héraðssam- banda sóttu fundinn, stjórn UMFÍ og nokkrir gestir. Meðal samþykkta fundarins voru þessar: Uppeldis- og félagsmál. „Fundurinn bendir á nauðsyn þess, að komið sé á fót skipulagðri félags- og iþróttastarfsemi á þeim vinnustöðum, þar sem fjöldi æskumanna dvelur við vinnu um lengri eða skemmri tíma fjarri heimilum sínum. Skorar hann á hvern þann ungmennafélaga, sem vinnur á slíkum stað, að reyna að hafa forgöngu um slíkt félagsstarf. Jafnframt felur hann sambands- stjórn UMFÍ að leita samráðs við stjórnarvöldin að þau aðstoði hana í þessu starfi.“ „Fundurinn beinir þeirri áskorun til ungmenna- félaganna, einkum þar sem margir æskumenn dvelja við nám eða starf, að þau beiti sér fyrir stofnun barna- deilda innan félaganna. Jafnframt verði aukið starf meðal eldri félagsmanna.“ „Fundurinn harmar það, hve vanrækl hefur verið félagslegt uppeldi skólaæskunnar. Hann beinir því þeirri eindregnu áskorun til fræðslumálastjórnarinn- ar, að nemendum verði veitt tilsögn og æfing í félags- legu starfi, og séu þau störf metin til jafns við aðra kennslu.“ „Fundurinn bendir á nauðsyn þess, að vel sé búið að heimavistarskólunum í hvívetna. Jafnframt sé tek- ið tillit til þeirrar sérstöðu þeirra, að þar er starf skólastjóra og kennara ekki aðeins miðað við kennslustundafjölda, heldur hvílir einnig á þeim leið- beiningar- og eftirlitsstarf með nemendum utan kennslustunda. Fundurinn telur heimavistarskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.