Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1954, Page 38

Skinfaxi - 01.11.1954, Page 38
134 SKINFAXI Frá sambandsráðsfundi UMFl 1954 Sambandsráð Ungmennafélaga Islands hélt fund í Reykjavík 26. og 27. júní s.l. Sjö fulltrúar héraðssam- banda sóttu fundinn, stjórn UMFÍ og nokkrir gestir. Meðal samþykkta fundarins voru þessar: Uppeldis- og félagsmál. „Fundurinn bendir á nauðsyn þess, að komið sé á fót skipulagðri félags- og iþróttastarfsemi á þeim vinnustöðum, þar sem fjöldi æskumanna dvelur við vinnu um lengri eða skemmri tíma fjarri heimilum sínum. Skorar hann á hvern þann ungmennafélaga, sem vinnur á slíkum stað, að reyna að hafa forgöngu um slíkt félagsstarf. Jafnframt felur hann sambands- stjórn UMFÍ að leita samráðs við stjórnarvöldin að þau aðstoði hana í þessu starfi.“ „Fundurinn beinir þeirri áskorun til ungmenna- félaganna, einkum þar sem margir æskumenn dvelja við nám eða starf, að þau beiti sér fyrir stofnun barna- deilda innan félaganna. Jafnframt verði aukið starf meðal eldri félagsmanna.“ „Fundurinn harmar það, hve vanrækl hefur verið félagslegt uppeldi skólaæskunnar. Hann beinir því þeirri eindregnu áskorun til fræðslumálastjórnarinn- ar, að nemendum verði veitt tilsögn og æfing í félags- legu starfi, og séu þau störf metin til jafns við aðra kennslu.“ „Fundurinn bendir á nauðsyn þess, að vel sé búið að heimavistarskólunum í hvívetna. Jafnframt sé tek- ið tillit til þeirrar sérstöðu þeirra, að þar er starf skólastjóra og kennara ekki aðeins miðað við kennslustundafjölda, heldur hvílir einnig á þeim leið- beiningar- og eftirlitsstarf með nemendum utan kennslustunda. Fundurinn telur heimavistarskóla

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.