Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1954, Blaðsíða 51

Skinfaxi - 01.11.1954, Blaðsíða 51
SKINFAXI 147 3. Að herðakamburinn sé hár og skarpur, hryggurinn vel vöðvaður og hafi mjúka sveigju, lendin sé einnig vel vöðv- uð og jöfn (þ. e. mjókki ekki mikið aftur). 4. Að liðir séu réttir og sverir, en leggir grannir að fram- an frá séð en breiðir frá hlið séð. 5. Að liófar séu heilir, liornið slétt, hófbotninn íhvolfur og hóftungan þroslcamikil. 6. Að svipur hestsins og framkoma bendi til kjarks, hræðslu- leysis og hrekkjaleysis. 7. Að hreyfingar séu þróttmiklar, fótlyfting góð, bolhreyfing mjúk og liðug og hesturinn geti sýnt gangskiptingu. 2. Fóðrun og hirðing. Folald er bezt alið þegar það fær að ganga með móður sinni og fóðrast með henni fram á annað sumar. Séu folöld hins vegar vanin undan, er bezt að fóðra þau á töðu eða góðu útheyi við opið hús. Fái þau að ganga á lúni framan af vetri er óþarft að taka þau á gjöf fyrr en eftir nýjár, þar sem snjólétt er. Með beit eða heygjöf er mjög gott að gefa þeim daglega 0.4—0.6 kg af venjulegri kúafóðurblöndu. í nóv- embermánuði á alltaf að ormahreinsa folöldin. Með hæfilegri og rólegri umgengni þarf að gera folöldin gæf og vön manninum á fyrsta vetri. Ekki er liins vegar vert að venja þau á mjög mikið dekur. Við það geta þau orðið fröm og frek og fremur til leiðinda. Það á að venja hross þannig, að þau trcysti manninum, virði hann og hlýði honum. Veturgamla trippið er bezt að hafa sem mest úti. Gefa má því út fóðurleifar frá fjósi og fjárhúsum. Það er einnig árið- andi að ormahreinsa veturgömlu trippin. Með beit og heyj- um (þau þurfa ekki eins gott hey og folaldið), er gott að gefa þeim um hálft kg af kúafóðurblöndu, lílct og folöldunum. Trippið á öðrum vetri: Bezt er að hafa trippin úti eða við opið hús, og í snjóléttum sveitum er óþarft að gefa þeim ann- að en rekjur og leifar frá fjósi og fjárhúsi, unz þau eru tekin til þjálfunar 1. febrúar. 1. vika. Sé trippið styggt og óvant manninum er bezt að fara rólega að þvi fyrstu vikuna, gefa því reglulega kvölds og morgna, ganga þá upp í básinn til þess, klappa því og kemba því, aðallega á hálsi og bol, og fá það með gætni og liægð af höfuðstyggð. Aðeins gefið heyfóður, 3 kg í mál (2 fyrstu dag- ana þó aðeins 2 kg). 2. vika. í hvert skipti, sem gefið er, skal fara upp í básinn og kemba trippinu, strjúka niður fætur og reyna að lyfta 1Ö*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.