Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1954, Page 21

Skinfaxi - 01.11.1954, Page 21
SKINFAXI 117 samtök landsins, og þá ekki sízt æskulýðssamtökin, að taka mál þetta á dagskrá, og ræða það með hóg- værð og festu ábyrgra manna. Það skiptir ekki sízt miklu, að æskan sjálf geri sér glögga grein fyrir gildi málsins. Að lokum leyfi ég mér að mælast tii þess, að þegn- skaparmálið verði sem fyrst tekið upp að nýju á Alþingi íslendinga og brotið þar til mergjar. Hvort framkvæmdin dregst í tvö eða fleiri ár, skiptir i raun- inni litlu máli. Aðalalriðið er, að það verði rætt þar og viðurkennt sem mikilvægt nauðsynjamál. Vænti ég fasllega, að bæstvirt Alþingi beri gæfu til að veita máli þessu það brautargengi, sem því liæfir. Námskeið og keppni norrænna ungmcnnafélaga í starfsíþróttum. UMFÍ hefur borizt greinargerð frá fundi starfsiþróttakenn- ara frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og SviþjóS. Fundur þessi var haldinn í Stokkhólnii 19.—20. nóv. s.I. M. a. var ákveðið, að norræn meistarakeppni í starfsiþróttum skyldi haldin i Svi- þóð 1956 og skyldu keppnisgreinar vera þessar: Dráttarvélaakstur, plæging, vélmjöltun, lagt á borð, þrí- þraut og trjáplöntun. Einnig var ákveðið að efna til námskeiðs i hagkvæmum vinnubrögðum, og á að lialda það í Unnestads Iantmannaskola 14.—26. febrúar n.k. íslenzkum ungmennafélögum er gef- inn kostur á að sækja þetta námskeið, en timi er lítill til stefnu, því að þátttöku á að tilkynna fyrir 20. janúar. Áætl- aður kostnaður á námskeiðinu er sænskar kr. 235.00.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.