Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1954, Page 41

Skinfaxi - 01.11.1954, Page 41
SKINFAXI 137 og tilgangi sinum hugðust þessir fyrstu ungmennafélagar að ná ineð fundahöldum, þar sem framfæru fyrirlestrar, umræður, upplestrar, íþróttir og annað það, sem „efli andlegt og líkam- legt atgjörvi æskulýðsins.“ Fljótlega hugði þessi liópur á land vinninga fyrir boðskap sinn og hugðist þannig vekja æsku- lýðinn: ....af hinum þunga svefni hugsunarleysis og sljó- leika fyrir sjálfum sér..--“ Þetta fyrsta félag æfir þegar i upphafi glimu og fimleika, og eftir að því tekst að lirinda í framkvæmd byggingu „sund- stæðis“ hefur það sundæfingar. Á fyrsta afmælisdegi sínum stiga félagsmenn á stokk og gera heitstrengingar, t. d. að halda velli í glímu á Þingvelli hinum forna, synda yfir fjörð, klifa á hæstu fjallstinda byggðarlagsins, að vér íslendingar stöndum eigi verr að vígi en aðrar þjóðir til „sæmdarvænlegr- ar“ þátttöku í Olympíuleikum 1912 og að safna fólki undir merki ungmennafélagshugsjónarinnar. Þessar lieitstrengingar félagsmanna að sið fornmanna og efndir þeirra, ásamt baráttu fyrir sérstökum þjóðfána og verndun móðurmálsins, vöktu at- hygli um allt land. Nú er komið að þér, góði ungmennafélagi, að strengja heit. Heit, scm varðar þig sjálfan og æsku þá, sem nú myndar fylk- ingu ungmennafélaganna. Hcitið er það að búa þig i vetur og næsta vor til sæmdarvænlegrar þátttöku í landsmótinu á Akureyri. Heitum því, að við skulum sameiginlega búa i hag- inn fyrir að færa á svið i gamla „sundstæðinu“ og á vellin- um á Oddeyrinni glæsta íþróttaleiki, svo að liinir fyrstu ung- mennafélagar, sem enn lifa, og þjóðin öll megi sjá, hve vask- leg æska byggir þetta land. Æska, sem kann að undirbúa lausn verkefnis og leysir það betur en áður þekktist. Hversu má þetta verða? Þannig spyrð þú, sem átt heima einn ungra manna á bæ, fjarri öðrum bæjum, og þú, sem ert í hópi ung- menna, sem vantar íjiróttaaðstöðu, laug, völl eða íþróttaliús, og enn fremur þú, sem hefur þessa aðstöðu, en vantar kennara. Ekkert af þessu né neitt annað má hindra þig. Leitaðu bréf- lega eða í samtali til íþróltakennara, sem þú þekkir, og biddu um leiðbeiningar lians. Til min máttu leita (fræðslumálaskrif- stofan, Reykjavík). Ég mun leitast við að útvega þér tæki, bækur eða leiðbeiningar eða koma þér í samband við iþrótta- kennara, sem vill veita umbeðnar æfingar — eða þjálfunar- leiðbeiningar. Þú þarft að vera kominn i æfingu og hafa náð góðri þjálfun um miðjan júni, þegar undirhúningsmótin hefj- ast. Notaðu timann fram að áramótum til þess að þjálfa vöðva þina, taugar og innri líffæri. Gakktu út, eða taktu misjöfn

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.