Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 1
Skinfaxi II. 1956 (Oirílur J. £MLo„, fcrnaL UWJJa Memsemdin liggur djúpt Svar við opnu bréfi frá Helga Hjörvar. Eins og landsljðnum er kunnugt, flutti Helgi Hjörvar, skrif- stofustjóri útvarpsráðs, erindi um daginn og veginn í útvarp- inu á síðastliðnu hausti. Lýsti hann þar skemmtisamkomu í sveit, sem illa tókst til um, og deildi að vonum biturlega á sjúkt skemmtanalíf. Ymsum þótti þó víglína stórskotaiiðans helzt til skömm, og risu sumir til andsvara. Atti H. H. síðan í deilum við allmarga austanmenn, sem þótti liann óvæginn og ekki ætíð hjörvar sem skyldi, enda málflutningur nokkuð einhliða, en hann brýndi brandinn æ því meir af mikilli leikni. Er deila þessi svo kunn, að hér verður hún ekki rakin. Kom þar að lokum, að þing héraðssambandsins Skarphéðins sam- þykkti vítur á Hjörvar fyrir málflutning hans, en hann brá við hið skjótasta og hjó báðum höndum jafnt: stefndi tillögu- niönnum og ritaði formanni U.M.F.I. opið bréf. Sr. Eiríkur J. Eiríksson svaraði um hæl og birtist hér svar hans örlítið stytt, en tilskrifin voru prentuð í Morgunblaðinu. Allt er þetta mál hið merkasta, og því þykir rétt að birta svar formannsins hér, þar sem hann ræðir málið mjög almennt, eins og vænta mátti, en talar þó enga tæpitungu. Munu margir honum sam- mála um það, að þegar stríð er háð gegn siðspillingunni í landinu, eigi sóknin að vera á langri víglínu, en einskorðast ekki við örlítinn óróastað. Á skal að ósi stemma. Vandamál uppeldis vtngs fólks hafa aukizt mjög í seinni tið. Áður átli árin og orfið mikinn þátt í upp- eldi Islendinga. Formaðurinn varð að kunna sitt verk, er Iiann stýrði í gegnum brimsandinn við suður- ströndina eða tók firðina veslra, eystra og nyrðra, og 4

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.