Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 27
SKINFAXI 75 — Já, margur íþróttamaöur hefur ruglazt af öllum þessum fræðisetningum. Ég þekkti einu sinni íþróttamann, sem vildi létta af fótum sínum með þvi að lækka líkamsþunga sinn. Til þess að ná þessu marki sem fyrst, ákvað hann að neyta einskis drykkjar. Tiltæki þetta olli honum lasleika svo að hann varð að leita læknis. Þegar læknirinn heyrði fyrrgreint uppátæki hans, vissi hann hvað var að. Vinur minn varð að drekka tvo Jítra af vatni á dag og að viku liðinni var hann stálsleginn. Annar íþróttamaður komst að þeirri niðurstöðu, að hann yrði að léttast um sex kiló til þess að geta hlaupið 800 metra undir tveimur mínútum. Þegar hann hafði losað sig við fyrstu kílógrömmin hljóp hann 800 m. á 2.10 mín, sem hann hafði hlaupið á 2.05 mín áður en megrunartiltkæið hófst. — Fólk segir að þú hlaupir með allt of stuttum skrefum. — Það er satt, ég hef á hlaupum fremur stutt skref. Ég tel sporin háð vegalengdinni. Spretthlauparinn getur eytt orku í löng skref og megnað að beita þeim svo sinn stutta hlaupaspöl, meðan ég og aðrir þolhlauparar verðum að treina orkuna til langrar leiðar — maraþonhlauparar lyfta varla fótunum. Þeir kæra sig mest um að halda þolinu og eyða sem minnstri orku. Það er þegar orðið framorðið. Drengirnir sitja í þröngum hring i kringum Emil eins og væri hann eldri bróðir nýkominn heim frá útlöndum. Þeir eru heillaðir. Öllum liggur eitthvað á hjarta. — Emil, af hverju hleypur þú einn hlaupabrautarhring með- an þú þjálfar þig? — Hugsið ykkur, það veit ég bara ekki. Því hefi ég ekki veitt neina hugsun. Það myndi vera alltof dýrt fyrir mig að hafa aðstoðarmann. Ég hefi meira að segja ekki rásklukku. Þegar ég þjálfa mig, reyni ég ekki að hlaupa einn hring á ákveðnum tima heldur eins hratt og ég get. — í blöðunum getur oft að lesa, að þú takir þátt í alltof mörgum hlaupum og að það sé ekki heppilegt fyrir þig. — Það er misskilningur. Ég hleyp oftast ekki lengra hlaup en 10 000 m. og aldrei oftar en einu sinni eða tvisvar í viku. Ég verð að þjálfa mig daglega og þá hleyp ég venjulega þrisvar sinnum lengra. Keppnin skaðar mig því að því leyti, að hún truflar þjálfun mína. Aðeins þjálfun veitir þol og þrek. Það er mikilvægt að þreyta hina stóru vöðvahópa í þjálfun, þá slást hinir minni vöðvahópar í hópinn og að lokum þeir minnstu. Þetta er einn tilgangur þjálfunarinnar. Þegar hefja skal erfiða keppni er nauðsynlegt að hafa samhæft og samreynt sem flesta vöðvahópa. — Og vitið þið hvað er glykogen? Það er

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.