Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 30
78 SKINF.4XI gerðu keppendur allt til þess að keppnin gengi vel og greið- lega. Ég' ætla nú að lýsa liér frjálsíþróttakeppninni. 100 m hlaup. Keppnin hófst á 100 m lilaupi, 21 keppandi. í undanrásum voru (i riðlar. 1. riðilinn vann Ragnar Guðmundsson á 11,7 sek. 2. varð Brynjar Halldórsson á 12 sek. Garðar Jóhannesson dutt um 20 m frá marki, hann var annars langfyrstur. 2. riðill: I. Hörður Ingólfsson, 11,5 sek., 2. Trausti Ólafsson, 11,7 sek. 3. riðill: 1. Hörður Lárusson, 11,2 sek., 2. Ólafur Ingvarssnn, II, 5 sek. 4. riðill: 1. Guttormur Þormar, 11,6 sek., 2. Jón Blöndal, 11,8 sek. 5. riðill: 1. Ingólfur Jónsson, 11,4 sek., 2. Karl Torfason, 11,7 sek., 6. riðill: 1. Sigurður Björnsson, 11,7 sek., 2. Björn Jóliannsson, 11,8 sek. í undanrásunum hlupu 15 keppendur á 12 sek. eða betur. Sjáanlegt var, «ð keppnin yrði mjög jöfn og liörð. Landsmóts- inetið er 10,9 sek., það á Guðmundur Vilhjálmsson. Tveir, sem hlupu á 11,7 sek., komust ekki í milliriðla. 1. milliriðil vann Ingólfur Jónsson á 11,4 sek., 2. Ilagnar Guðmundsson, 11,7 sek. 2. milliriðill: 1. Guttormur Þormar, 11,5 sek., 2. Karl Torfason, 11,6 sek., 3. milliriðill: 1. Hörður Ingólfsson, 11,4 sek., 2. Trausti Ólafsson, 11,6 sek. 4. milliriðill: 1. Hörður Lár- usson, 11,4 sek., 2. Ólafur lngvarsson, 11,7 sek. Alltaf harðnaði keppnin og lilaupararnir urðu að taka meira á. Það mátti sjá, hverjir voru keppnisvanir, þeir hlupu ekki hraðar en þörf gerðist, til að fá að halda áfram. Næst voru 2 riðlar í undanúrslitum, þar fékkst úr því skorið, hverjir 4 fengju að keppa til úrslita. 1. riðill: 1. Hörður Lárusson, 11,4 sek., 2. Hörður Ingólfsson, 11,5 sek. 2. riðill: 1. Guttormur Þormar, 11,5 sek., 2. Ólafur Ingvarsson, 11,6 sek. Þessir 4 áttu þá að keppa til úrslita. Það var töluvert afrek að kom- ast í fjögurra manna úrslit i þessari hörðu keppni. Þarna var meðal annarra Guttormur þormar, Cr livað frægastur er allra þeirra, er kepptu á landsmótinu. Hann hefur verið í fremstu röð íþróttamanna á landsmótunum frá 1943. Úrslitasprettsins var beðið með eftirvæntingu. Hlaupar- arnir voru eitthvað órólegir, og tókst ekki að koma þeim af stað í fyrstu tilraun. Aftur ríður skotið af, og hlaupararnir geysast fram, Guttormur nær beztu viðbragði og liefur foryst- una, það leit úr fyrir að liann mundi enn einu sinni sigra 100 m hlaupið. Hörður Lárusson var ekki á því, hann lengir skref-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.