Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 25
SKINFAXI 73 Zatopek æfir sig. þyngsla og leti, yfirstígur tregðu gegn erfiðismunum og þreytu. Rækið skyldur ykkar í hinu smávægilega. Með því æf- ið þið viljann til þess að skipa líkamanum að leysa hinar erfið- ustu þrautir. Þá ráðið þið við öll þau verkefni, sem þið hafið krafta til. Sá, sem ekki hefur áunnið sér þetta, nær aldrei árangri. -— Segðu okkur dálítið um hlaupalag þitt, Emil. Það er orðið rokkið, svo að Erriil vlll h'elzt skunda heim, en hann getur ekki slitið sig frá hinum spurula hópi, sem nemur hvert orð þessa hlaupagarps sem hvert annað evangelium. — Hlaupalag álit ég vera hið ytra form starfsins, sem sjáan- legt er. Ég álit það yfirborðskennt, þegar hlaupari er dæmdur af hlaupalagi hans. Hugsið ykkur tvo hlaupara, sem hlaupa 5000 m. hlaup. Annar hefur gott hlaupalag en hinn slæmt. Allt i einu sprettir annar úr spori og nær 50 m. forskoti. Hversu skýrið þið sigur þessa hlaupara? Vegna ytra hlaupalags eða innri eiginleika? Setjum svo að sá, sem hafði slæma hlaupa- lagið ynni. Hversu oft skeður ekki, að einmitt garpurinn með hið hreina, fagra hlaupalag nær ekki að afreka neitt sérstakt.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.