Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 26
74 SKINFAXl Áður fékk ég að heyra um hið ljóta hlaupalag mitt. Ég svaraði að ég skyldi fegra það, ef það væri fegurðin sem allt ylti á í hlaupakeppni. En með- an allt er undir því komið að verða fyrstur í mark, þá mun ég einbeita mér að því að leggja vegalengd- ina að baki mér á sem skemmstum tima. Ég held reyndar, að hver og einn geti gengið að því vísu að höndla hið hag- kvæmasta hlaupalag við langa þjálfun. Það er vart mögulegt annað en að óhagkvæmar hreyfingar hverfi við þjálf- un sem maður leggur á sig í mörg ár. Þegar ég byrjaði að hlaupa, var sagt um mig: ,,Af honum, þess- um, er vart mikils að vænta. Hann er svo sann- arlega engin hlaupari." Eftir að mér hafði tekizt að setja eitt metið af öðru, kom annað hljóð í strokk- inn: „Sjáið þennan Emil, hann er eftirbreytnisverð- ur.“ 1 megindráttum er ég Zatopek á hlaupi. andstæðingur visindalegra fræðisetninga um hlaup. Hlaup er mjög eðlilegur verknaður. Hlaupið eins og ykkui finnst hæfa ykkur bezt! Allt of miklar fræðisetningar rugia ykkur. Maður getur orðið svo hræddur um að gera eitthvað skakkt, að maður hefst ekki að af hræðslu — situr heima og grúskar í fræðunum! Strákarnir hlæja. Skýringar Emils falla þeim i geð. Og svo bætir Zatopek við sögum til þess að festa þetta enn betur í huga drengjanna.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.