Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 8
56 SKINFAXI um hvirfilbyljum. Maður á sér einskis ills von fyrr en reiðarslagið kemur; hvinur heyrist, sandurinn tekur að hringsnúast, öll vit fyllast af ryki. — En þegar maður lítur upp er bylurinn kominn langt burt og skrúfast áfram af skyndingu mikilli. Þessir hvirfilbyljir eru tíð- ir í stillilogni, en oft eru þeir fyrirboði þess, að fari að hvessa. — Og það er sannarlega leiðinlegt að sjá sand- inn rjúka upp í glaðasólskini, ef dálítill strekkingsvind- ur er. Þá er búið með góða veðrið hjá okkur, sem vinn- um hér, því að sandbylur er hvort tveggja í senn óþrifa- legur og uppáþrengjandi. Stundum getur rokið orðið svo mikið, að við rétt sjáum sólina, þótt hún skíni í heiði. — Það ber líka við, að sandurinn rjúki langt í burtu frá þeim stað, sem við erum á, þótt hann bærist þar lítið, og þá sjáum við mekkina rísa við himin, eins og morlituð ský. — Og standi menn utan við sandinn eða roksvæðið, og geti hvorft yfir það, þá má glögg- lega greina muninn á því, hvort það er sandur, sem rýk- ur, mold eða vikur. Mekkirnir bera það með sér á litnum. Sandbylurinn er óttalegur, þegar rok er og jörðin þurr eftir langvarandi sólskin. Þá umhverfist allt og skafrenningurinn verður svo mikill, að varla er hægt að anda. Þá skeflir sandinum. Það hefur komið fyrir, að metrahár skjólgarður, sem við hlóðum daginn fyrir slíkan storm, var algerlega kominn í kaf morguninn eft- ir. — Það er engin von, að melurinn verði bráðþroska í þessu róti, og þó undrast maður mátt hans og seiglu. Lognið helzt enn, þegar við stöndum upp frá mat. — Líklega ætlar að verða lygnt og kyrrt áfram. ,,Þar sem að áður akrar huldu völl.“ Óafvitandi og ósjálfrátt verður manni á að hugsa til fyrri tíma, þegar litið er yfir þessar víðáttumiklu sand- auðnir. Áður hafa skógarnir klætt þetta land, skýlt því og haldið yfir því verndarhendi. — Hér þustu hinar fornfrægu hetjur þessa héraðs um vellina á gammvökr-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.