Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 33
SKINFAXI 81 sem cr nýtt landsmótsmet og mjög góður árangur. Eldra met- ið var 54,00 m, setl í Hveragerði 1919 -af Hjálmari Torfasyni. Annar varð Sigurkarl Magnússon, kastaði 52,92 m. l>eir Ingvi og Sigurkarl eru öruggir kastarar. Fleiri náðu ekki 50 m. Á Eiðum sigraði Jón Bjarnason, kastaði 54,04 m. Þrír aðrir köstuðu þar yfir 51 m. Stökkin. í langstökki voru 20 keppendur, þar af stukku 4 yfir 6 m. 7 stukku yfir 5,80 m. Iíeppendur gerðu mjög mörg stökk ógild. Var eins og þeim gengi erfiðlega að finna út rétta at- rennu, sem þó er fyrsta skilyrði fyrir langstökkvura. í 1. umferð náði Vilhjálmur Einarsson 6,32 m, Hörður Ing- ólfsson og Hörður Lárusson 5,91 m. í 2. umferð náði Guð- laugur Einarsson 6,02 m. í 3. umferð liélzt röðin óbreytt á 4 fyrstu. í 4. umferð náði Kristófer Jónasson 6,20 m. og Hörður Lárusson 5,98. í 5. umferð stökk Hörður Lárusson 6,02 m, og í síðustu umferðinni náði Vilhjálmur að stökkva 6,50 m. Ég tel, að Hörður Lárusson hefði heldur átt að keppa í 400 m hlaupinu, það hefði verið gaman að sjá hann hlaupa þá vegalengd. Hann er áreiðanlega mjög sterkur 400 m lilaupari. Vilhjálmur er mjög góð- ur stökkvari. Hann er sprcttharður og hefur mjög góða atrennu og nær oft góðu uppstökki. Mér virt- ist sem margir stökkvar- arnir þyldu ekki hina liörðu atrennubraut, og þeir urðu urðu of stífir i atrennunni, og náðu því ekki góðum uppstökkum. Það gátu all- ir keppendur vitað, að keppnin færi fram á hörð- um velli, og þvi var nauð- synlegt að æfa á harðri braut ef þess var nokkur kostur. Það var ekki nauð- synlegt að stökkgryfja væri við hina hörðu æfinga- 6 Brynjar Jensson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.