Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 28
76 SKINFAXI lind sú sem iíkaminn teygar af orku þá, sem hann þarfnast. Það er hið sama og benzínið er bifreiðinni. Magn glykogens í vöðvunum er háð þörfinni. Þegar vöðvarnir starfa brennur glykogenið og líkaminn verður að framleiða nýtt og venjulega meira magn. En sé ekki reynt á likamann, þá minnkar glykog- enið. Við stöðuga þjálfun eykst magn glykogensins í vöðvun- um. Þegar við hvílum okkur í nokkra daga fyrir keppni, er sem skrúfað sé fyrir rennsli í leiðslu. Líkaminn hefur vanizt á að framleiða glykogen til notkunar í vöðvunum og líkaminn fær löngun til þess að ynna af höndum það sem hann hefur gert hvern dag — hann vill áreynslu — hann vill t. d. hlaupa, og svo leggur maður af stað til kapphlaups, hiaðinn af orku. Samkvæmt minni reynslu á hver hlaupari að þjálfa kröftug- lega og stöðugt í nokkrar vikur fyrir keppni, slaka nokkuð á hina síðustu viku og hvíla sig siðustu tvo dagana. Strákarnir, sem sitja í kringum Emil eru hljóðir. Hin ljósa frásögn er þeim dýrmæt. Hún leysir þá við vonbrigði frekar en hefðu þeir ekki heyrt hana og færir þá þegar nær takmarkinu. Með fáum orðum methafans og Olympiumeistarans ei reynsla hans færð yfir í hina ungu huga. Safn af reynslu, meg- inatriði, sem eru hornsteinar að mótun afreksmanns. Nú rísa drengirnir á fætur og fylgjast með Emil til búnings- klefans og þaðan út á brautina. Allt í einu flýgur einum drengj- anna í hug ferðalög Emils. — Þú hefur verið í Finnlandi, Belgíu og Algier? — Já, frjálsíþróttamaður fær að skoða heiminn. En ég vona að það sé ekki það sem liggur að baki áhuga ykkar. Ekki geta allir sett met! Það er heldur ekki nauðsynlegt og væri heldur ekki heilbrigt. En séuð þið staðfastir og þjálfið skynsamlega, getið þið varpað ljóma á þjóð yðar og þar að auki aflað frjáls- íþróttum margra aðdáenda og iðkenda. Með því aukum við heilbrigði fjöldans og starfshæfni hans til betri afkasta. Er ekkisvo? Emil sprettur úr spori. Þá hleypur minnsti snáðinn út eftir brautinni og hrópar: — Emil, segðu okkur um heimsmetin. Hina undrar að þeim skyldi ekki detta þetta fyrr í hug. Emil svarar. Hann bandar hendinni og reynir að skýra eitthvað með bendingum. Drengirnir stara út i myrkrið og reyna að skilja hvað hann meinar, en Emil hefur borið langt undan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.