Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 35
SKINFAXl 83 verið jöfn og hörð þar sem annars staðar. Víðavangshlaupið sigraði hinn ungi, efnilegi Haukur Engilbertsson úr Borgar- firðinum. Stefán Árnason Eyfirðingur varð annar. 1500 m hlaupið vann Stefán á 4 mín. 15,8 sek. Annar varð Hafsteinn Sveinsson frá Selfossi á 4 mín. 17,8 sek. Fjórir hlupu undir 4 mín., og því allir undir gildandi landsmótsmeti, sem var 4 mín. 25,3 sek., sett á Eiðum af Guðjóni Jónssyni. Þau voru ekki fá metin, er voru bœtt á mótinu. Þá er eftir það hlaupið, sem flest metin voru sett í, 5000 m hlaupið, sein tví- mælalaust var skemmtilegasta keppni mótsins og um leið ein- hver skemmtilegasta 5000 m hl-aups keppni, sem fram hefur farið hérlendis. Þar tóku forystuna strax tveir kornungir Iiíauparar, þeir Haukur og Kristleifur Guðbjörnsson, fast á eftir þeim kom svo Stefán Árnason. Þannig lilupu þeir hring eftir Jiring, ungu hloupararnir, skiptust á um að leiða hlaupið, en Stefán fylgdi fast á eftir, vildi auðsjáanlega ekki sleppa þeim langt á undan. Sýndi hann, að liann kann að beita sér eftir því er við á. Ungu mennirnir munu hafa eitt orku í að keppast mn forystuna fram yfir það, sem Stefán eyddi. En þeir eiga heiður skilið fyrir þá skemmtilegu keppni, er ]ieir hleyptu í hlaupið. Smám saman dró æ meir í sundur með þessum 3 og hinum hlaupurunum, sem þoldu ekki þennan mikla liraða, sem var í hlaupinu. Þó fór svo, að Stefán hleyp- ur fram úr Hauk og Kristleifi, Haukur heldur í við liann, en Kristlifur gefur heldur eftir. Þeir Stefán og Haukur háðu svo mjög harða baráttu um fyrsta sætið. Sigraði Stefán þar á 15 mín. 47 sek. Haukur liljóp á 15 mín. 49,4 sek. Þetta er mjög góður árangur. Árangur Hauks var nýtt unglingamet og nýtl drengjamet. Kristleifur varð 3. á 10 mín. 0,8 sek. Einnig belra en gildandi drengjamet. Eftir þetta 5000 m lilaup þurftum við ekki að kvíða því, að við eigum ekki upprennandi langhlaupara, en þar hefur stundum virzt eins og um nokk- urs konar eyðu væri að ræða hjá íþróttamönnum okkar. Von- andi halda þessir hlauparar áfram að stunda þollilaupin, og vonandi verður þessi glæsilegi árangur þeirra til að hvetja enn fleiri unga menn til að leggja stund á þessa iþróttagrein, sem er svo sérstaklega gott að æfa í sveitinni. í 13 greinum, sem keppt var í fyrir karla, voru sett ný landsmótsmet og það 7. var jafnað. Þetta er glæsilegur árangur. Kvennakeppnin. í 80 m hlaupi tóku þátt 12 stúlluir. Hlaupið var i 3 riðlum og 2 fyrstu komust í milliriðla. 1. riðil vann Salvör Hannes-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.