Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 42
90 SKINFAXI ,íert í apríl eöa um mánaðamót apríl og mai. Einnig er hægt að sá inni í kassa t. d. í björtum kjallara. Veldu góða garð- mold og siktaðu hana ef liægt er. Sáðu ekki of þétt. Sé sáð í kassa eru 300 til 400 korn hæfi- legt magn. Þektu síðan fræið með fíngerðum sandi. Vökvaðu síðan, en ekki of mikið. Hitastigið ætti að vera 10—12° um spírunartímann. Hafðu góða birtu og loftgott á jurtunum, þeg- ar þær eru komnar upp. Mjög rakt loft getur valdið rotnun. Hiti meðan á uppeldi stendur er góður 8—10° á Celcius. Jurtirnar verða þroskameiri en ella, ef þær eru teknar upp og gróðursettar aftur gisnara i reitinn eða kassa. Þetta er gert þegar fyrstu blöðin eru sjáanleg milli kímblaðanna. Bilið milli jurtanna er haft 5—7 cm. Notaðu gamla garðmold. Nokkrum dögum áður en jurtunum er plantað út í garðinn á að herða þær, það er venja þær við útiloftiö með því að lofta meir og meir um þær og að lokum taka gluggana alveg af reitnum 2—3 siðustu sólarhringana. Kassar, sem hafðir eru inni, eru fluttir út á daginn. Bækur um garðrækt. Nokkuð mikið hefur verið skrifað um garðrækt og er gott fyrir þig að afla þér upplýsinga í þeim skrifum. Þér skal bent á sérlega fróðlega bók um garðrækt, en það er Matjurta- bókin, sem Garðyrkjufélag íslands gaf út árið 1949.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.