Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 16
64 SKTNFAXI landsvæði að ræða. En það hefur einnig verið sannað með tilraunum, að í Boston, sem liggur allnorðarlega, má hita fimmtíu til sjötíu og fimm af hundraði hús- anna með sólarorku og sömuleiðis heita vatnið til heimilisnotkunar. Enginn vafi er á þvi, að á cnn norðlægari og sólarminni slóðum má fá liita til heim- ilisnota frá sólu. 1 mörgum löndum þarf engu siður að kæla hús á sumrum en hita þau á vetrum. Þótt fjarstæðukennt sé, og raunar bein þversögn, má nota sólarhitann við kælinguna. Þetla er gert með hinni svonefndu „hita- dælu“, sem alkunnust er i isskápum. Með li.enni má dæla hita úr rúmi, þar sem lians er ekki þörf, og yfir i annað, þar sem meiri þörf er fyrir hann. í flestum venjulegum kæliskápum er „liitadælan“ knúin með rafmagni. Til sveita erlendis eru kæliskápar stund- um knúðir af hita frá litlum olíuofni. Hér gæti sólin hæglega unnið sama gagn. Þannig má kæla heil hús með orku sólarhitans. Ef þannig mætti kæla og liita hús á vixl eftir árstíðum með krafti sólarliitans, spar- aði það gifurlegt eldsneyti i fjölmörgum löndum. Og það yrði að sjálfsögðu sparnaður fyrir allt mannkyn, þegar eldsneytisskortur er farinn að gera vart við sig. Sólarorka í nútíð og framtíð. Það ,er þegar fullreynt, að not liins dreifða sólar- ljóss til þeirra liluta, sem liér hefur verið lýst, er ekki ofviða fjárhagslega. Öðru máli gegnir um safn- orku frá sólu, eða geislaorku, sem er samþjöppuð með speglum og safnglerjum, og knúið gæti gufuvélar eða orkuvélar með annars konar vökva í stað vatns. Tæki, sem þetta gerði kleyft, eru enn of dýr. Hins vegar er augljóst að nota má sólarorku við að dæla á áveitu- lönd á þurrum landsvæðum, ]iví að ekki er veitt á um regntímann eða að nóttu til, þegar sólarljóss nýtur ekki. Við þetta starf þarf aðeins að nota ódýrar vélar,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.