Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 32
80 SKINFAXI varpi, hann varð fyrstur til að kasta yfir 15 m, annar en Gunn- ar Húseby. í annarri umferð tók Gestur forystuna, kastaði 14,13 m. Þá var Jónatan Sveinsson í 3. sæti, með 12,82 m, Sig- fús Sigurðsson í 4. sæti með 12,6G m. í þriðju umferð breytt- ist röðin ekki, en i 3. sæti kom Ólafur Þórðarson, með 13,12 m, í 4. sæti Reynir Hálfdanarson með 12,91 m. í fjórðu umferð er röðin sú sama. í fimmtu umferð eykst eftirvæntingin. Ágúst nær forystunni með 14,13 m kasti, aðeins 1 cm skildi þá Ágúst og Gest að. í sjöttu umferð nær Ólafur 13,22 m, en Ágúst og Gestur lengja ekki köst sin og þessu sannkallaða centimetrastriði er lokið. Á Eiðum kastaði Gestur 14,33 m, Ágúst 14,29 m, svo að þeir Irafa fyrr átt í harðri keppni. Von- andi sjást þeir oftar með kúluna á landsmótum, Ágúst og Gestur. Kringlukast. í kringlukasti voru 14 keppendur. Landsmótsmet er 44,64 m. Það á Hallgrímur Jónsson. 10 keppendur köstuðu yfir 35 m. Aðeins einn kaslaði yfir 40 m. Má þvi segja, að árangur- inn i kringlukastinu hafi verið heldur lakari en ætla mætti af svo góðum kösturum, sem þarna voru saman komnir. Gestur Guðmundsson tók strax forystuna með 37,28 m. Sig- fús Sigurðsson er í öðru sæti, með 36,14 m. í annarri umferð kastar Gestur 38,13 m, Ólafur Þórðarson nær 2. sæti, með 36,22 m og Sveinn Sveinsson 3. sæti, með 36,16 m. Keppnin var mjög hörð og ekki gott að spá, livcr sigra mundi. í þriðju umferð nær Jón Ólafsson 2. sæti, með 36,78 m kasti. Jón sigraði á Laugum 1946, kustaði þá yfir 43 ni. í fjórðu um- ferð náði Gestur 40,74 m kasti. Sveinn kemst í 2. sæti ineð 37,28 m. Sigurkarl Magnússon, hinn fjölliæfi íþróttamaður af Ströndum, nær 4. sæti, kastaði 36,27 m. f fimmtu umferð nær Ólafur 4. sæti aftur, kastar nú 36,60 m. 1 sjöttu uinferð er það aðeins Sveinn, sem bætir sinn árangur, hann kastaði 37,45 m. Þar með var kringlukastinu iokið, Gestur var jiar öruggur sigurvegari. Gestur er ákaflega snöggur kastari, liefur mjög gott útkast, en skortir tækni í hringnum. Sveinn er mjög öruggur. Hann átti jöfnust köst í keppninni, og liann gerði ekkert kast ógilt. Á Eiðum köstuðu 4 yfir 40 m. Þar er landsmótsmetið sett. Spjótkast. í spjótkasti kepptu 11 keppendur, jiar af köstuðu 9 yfir 40 m, 6 yfir 45 m. Ingvi Br. Jakobsson sigraði, kastaði 54,45 m,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.